Spurningar var�andi reglur
Sælt veri fólkið, Mig langar til að leggja fyrir nokkrar spurningar og vona að sem flestir svari, ef af einhverjum ástæðum þú vilt að svar þitt sé trúnaðarmál en ekki opinbert þá er hægt að senda það beint á oli@isnet.is og tek ég þetta saman. Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls? Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg? Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is
Olafur Osvaldsson wrote:
Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Já.
Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu
Já
Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?
Nei og að tekin verði upp flokkun á lénum þ.e. .gov.is, .org.is o.s.frv. -- ----- Mr. Dadi Einarsson, MPA P.O. box 604 IS-121 Reykjavik ICELAND tel. +354-864-0604 e-mail: dadi@stjornsysla.net
On Thu, Sep 14, 2000 at 03:28:31PM +0000, Olafur Osvaldsson wrote:
Sælt veri fólkið, Mig langar til að leggja fyrir nokkrar spurningar og vona að sem flestir svari, ef af einhverjum ástæðum þú vilt að svar þitt sé trúnaðarmál en ekki opinbert þá er hægt að senda það beint á oli@isnet.is og tek ég þetta saman.
Sem nýbúi á listanum áskil ég mér þann rétt að spyrja heimskulegra spurninga :-)
Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Þegar þú segir "frjáls" ertu þá að meina að gera .is að ruslakistu fyrir lönd sem ekki vilja skemma/menga DNS hjá sér ? (eins og t.d. .to er ?) Ég vil líta á .is lénið sem sameign okkar Íslendinga og að við höfum engann rétt til að fara með það eins og okkur best hentar :-) Þetta er eins og að spyrja hvort við viljum nota hálendið til að geyma rusl annara þjóða :-) (mín skoðun er nei :-)
Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu
Nei, þeir hafa ekkert með .is lén að gera. Sendum þá til Tonga (.to)
Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?
Já, fyrir aðra en mig :-) -- Rikki. -- HP Technical Support, RHCE, HP-UX Certified Administrator. -- Solaris 7 Certified Systems and Network Administrator. Bell Labs Unix -- Reach out and grep someone. Those who do not understand Unix are condemned to reinvent it, poorly.
Með frjáls er ég að meina: "hver sem er getur skráð hvað sem er" nokkurn vegin. Þann 14. september 2000, ritaði Richard Allen eitthvað á þessa leið:
Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Þegar þú segir "frjáls" ertu þá að meina að gera .is að ruslakistu fyrir lönd sem ekki vilja skemma/menga DNS hjá sér ? (eins og t.d. .to er ?) Ég vil líta á .is lénið sem sameign okkar Íslendinga og að við höfum engann rétt til að fara með það eins og okkur best hentar :-) Þetta er eins og að spyrja hvort við viljum nota hálendið til að geyma rusl annara þjóða :-)
(mín skoðun er nei :-)
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is
On Thu, Sep 14, 2000 at 04:16:52PM +0000, Olafur Osvaldsson wrote:
Með frjáls er ég að meina: "hver sem er getur skráð hvað sem er" nokkurn vegin.
Ojj. If it aint broken, dont fix it. Ég er búinn að sitja hérna í nokkrar mín og reyna að finna rök fyrir því að gera þetta en finn engin.
Þann 14. september 2000, ritaði Richard Allen eitthvað á þessa leið:
Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Þegar þú segir "frjáls" ertu þá að meina að gera .is að ruslakistu fyrir lönd sem ekki vilja skemma/menga DNS hjá sér ? (eins og t.d. .to er ?) Ég vil líta á .is lénið sem sameign okkar Íslendinga og að við höfum engann rétt til að fara með það eins og okkur best hentar :-) Þetta er eins og að spyrja hvort við viljum nota hálendið til að geyma rusl annara þjóða :-)
(mín skoðun er nei :-)
-- Rikki. -- HP Technical Support, RHCE, HP-UX Certified Administrator. -- Solaris 7 Certified Systems and Network Administrator. Bell Labs Unix -- Reach out and grep someone. Those who do not understand Unix are condemned to reinvent it, poorly.
On 2000-09-14, 15:28:31 (+0000), Olafur Osvaldsson wrote:
Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Já, ef þú att við að afnema skuli ákvæði sem vernda vörumerki og þessháttar. Mér finnst eiga að leysa slík vandamál með annarsstigs svæðisnöfnum (.com.is ?) þar sem strangari reglur gilda. Mér finnst malt-unnandi (eða gagnrýnandi) hafa alveg jafn mikinn rétt á að kaupa malt.is og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að taka rétt fyrirtækja framyfir rétt almennings á þessu sviði.
Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu
Já. Íslendingar ættu að geta fengið lén án rökstuðnings, en útlendingar með því að leggja fram röksemdarfærslu þess efnis að lénið verði notað í eitthvað sem kemur Íslandi við. Búseta hér eða þjónusta við Íslendinga eru dæmi um eitthvað sem mér finnst eiga að duga til að fá lén. Mér finnst mikilvægt að .is hafi merkingu - þeir sem vilja svotil merkingarlaus lénaheiti geta keypt xyz.net eða xyz.com.
Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?
Mér finnst menn þurfa að koma með góð rök ef þeir ætla að skrá meira en 10-20 lén. Það er eðlilegt að menn vilji skrá nokkur lén, en það er mikilvægt að hindra að menn kaupi upp stóra kafla úr orðabókinni/símaskránni. Undir 10 finnst mér engin rök þurfa... Hver sem er getur átt 10 ólíkar (en góðar) hugmyndir. Yfir 10 ættu menn hvort eð er að íhuga að nota subdomain. Mér finnst alls ekki eiga að veita magnafslátt. Mér finnst reglurnar eiga að vera sveigjanlegar. -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@netverjar.is -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
Eftirfarandi svör túlka sjónarmið Internetþjónustu Íslenskrar upplýsingatækni: Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls?
Já
Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu
Skiptar skoðanir eru um þetta innan fyrirtækis okkar
Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg?
Nei, engin takmörk
Við þökkum fyrir að fá að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. f.h. ÍUT Bjarki Már Karlsson -----Original Message----- From: owner-domain@lists.isnet.is [mailto:owner-domain@lists.isnet.is]On Behalf Of Olafur Osvaldsson Sent: 14. september 2000 15:29 To: domain@lists.isnet.is Subject: Spurningar varðandi reglur Sælt veri fólkið, Mig langar til að leggja fyrir nokkrar spurningar og vona að sem flestir svari, ef af einhverjum ástæðum þú vilt að svar þitt sé trúnaðarmál en ekki opinbert þá er hægt að senda það beint á oli@isnet.is og tek ég þetta saman. Viltu að lénaúthlutun undir .is sé gefin frjáls? Viltu að aðrir en Íslendingar geti fengið .is lén, þ.e. ekki með ísl. kennitölu Viltu takmarka fjölda léna sem hver aðili getur fengið, ef já þá hve mörg? Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is
participants (5)
-
Bjarki M. Karlsson
-
Bjarni R. Einarsson
-
Dadi Einarsson
-
Olafur Osvaldsson
-
Richard Allen