Re: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um skráningu léna.
Helgi, mér finnst þessar breytingar hefðu átt að vera gengnar í gildi fyrir löngu. Það er fagnaðarefni að nú skuli loksins komið að því. Þetta er mitt persónulega álit. Mbk, Jóhann Gunnarsson Helgi Jonsson <hjons@isnic.is> To: domain@lists.isnic.is Sent by: cc: domain-admin@list Subject: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um s.isnic.is skráningu léna. 11.10.2001 14:02 11. október 2001 Leitað er eftir áliti netsamfélagsins á eftirfarandi tillögum um breytingar á reglum um skráningu léna og stjórnun á léninu .is frá 1. des 2000 Vinsamlega sendið athugasemdir/ábendingar, ef einhverjar eru, á listann. Með bestu kveðju, Helgi Jónsson framkvæmdastjóri ISNIC ---- Tillögur um breytingar á reglum: Skv. gildandi reglum: 1.1.3. Rétthafi Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi hefur ekki heimild til annarra breytinga á skráningu. Tillaga: 1.1.3. Rétthafi Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur einnig lagt lén niður eða framselt það til annars aðila. Rétthafi hefur ekki heimild til að gera aðrar breytingar á skráningu léns en þær sem tilgreinar hafa verið hér. -- Tillaga um nýja reglu (regla er ekki til í núverandi reglum): 1.1.16 Skilyrt uppsögn á léni Skilyrt uppsögn felur í sér beiðni um umskráningu til nýs aðila. Við uppsögn þarf kennitala nýs aðila að koma fram. Nýr aðili verður að sækja um lénið innan tveggja daga frá því að skilyrt uppsögn berst til ISNIC. Komi ekki umsókn um lénið innan tilskilins frests er uppsögn ógild og lén áfram skráð á fyrri aðila. -- Skv. gildandi reglum: 2.2.2. Innlendur umsækjandi getur skráð allt að 15 lén í sínu nafni. Umsækjandi getur ennfremur sótt um eitt aukalén með tilvísun í hvert þegar skrásett vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Vörumerki skal vera orðmerki. Staðfesting á skrásetningu vörumerkis skal liggja fyrir þegar umsókn er send ISNIC. Engin takmörkun er á fjölda aukaléna sem skráð eru með þessum hætti. Tillaga: 2.2.2. Engin takmörk eru á fjölda léna sem innlendur umsækjandi getur skráð í sínu nafni. ------------------------------------------------------------------------------ Tillögur um breytingar á gjöldum (gjöld eru án vsk). Þjónustugjald ------------- Þjónustugjald verði kr. 10.000,- árlega í stað 50.000,- árlega. -- Kærugjald --------- Kærugjald verði í tvennu lagi. Í fyrsta lagi staðfestingargjald, kr. 60.000,- og í öðru lagi úrskurðargjald kr. 60.000,- Tillaga um breytingu er sett fram í kjölfar tillögu úrskurðarnefndar um málsmeðferð. -- Umsýslugjald ------------ Umsýslugjald verði formlega lagt niður. _______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Hæ krakkar, Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss... Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu. Kristófer Sigurðsson On Monday 15 October 2001 08:58, johann.gunnarsson@fjr.stjr.is wrote:
Helgi, mér finnst þessar breytingar hefðu átt að vera gengnar í gildi fyrir löngu. Það er fagnaðarefni að nú skuli loksins komið að því. Þetta er mitt persónulega álit. Mbk, Jóhann Gunnarsson
Helgi Jonsson <hjons@isnic.is> To: domain@lists.isnic.is Sent by: cc: domain-admin@list Subject: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um s.isnic.is skráningu léna.
11.10.2001 14:02
11. október 2001
Leitað er eftir áliti netsamfélagsins á eftirfarandi tillögum um breytingar á reglum um skráningu léna og stjórnun á léninu .is frá 1. des 2000
Vinsamlega sendið athugasemdir/ábendingar, ef einhverjar eru, á listann.
Með bestu kveðju,
Helgi Jónsson framkvæmdastjóri ISNIC
----
Tillögur um breytingar á reglum:
Skv. gildandi reglum:
1.1.3. Rétthafi
Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi hefur ekki heimild til annarra breytinga á skráningu.
Tillaga:
1.1.3. Rétthafi
Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur einnig lagt lén niður eða framselt það til annars aðila. Rétthafi hefur ekki heimild til að gera aðrar breytingar á skráningu léns en þær sem tilgreinar hafa verið hér.
Þann 2001-10-17, 12:56:20 (+0000) skrifaði Kristofer Sigurdsson:
Hæ krakkar,
Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss...
Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu.
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá. Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda). Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar. Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...? -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@klaki.net -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
On Wednesday 17 October 2001 14:33, Bjarni R. Einarsson wrote:
Þann 2001-10-17, 12:56:20 (+0000) skrifaði Kristofer Sigurdsson:
Hæ krakkar,
Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss...
Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu.
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
Sammála Bjarna. Ég átti alls ekki við (a.m.k. ekki viljandi) að ég væri sammála því að það væri gott mál að hindra þetta með gjaldskrá, frekar en reglum... Ég tel að .is lén muni tapa þeirri "virðingu" sem þau hafa með þessu. Kristó
Sælir, On Wed, 17 Oct 2001, Bjarni R. Einarsson wrote:
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Ég er sammála því.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ef fólk vill gera þetta í dag þá er það mjög auðvelt eins og sannast þegar maður skoðar þá sem stunda þetta í dag. (Þeir eru til í .is eins og annarstaðar) Eftir reglubreytingar þann 1. des síðastliðinn er aftur á móti komin til úrskurðarnefnd léna sem veitir fólki og fyrirtækjum möguleika á því að ná lénum af svona aðilum utan dómstóla.
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
Hugmynd að stefnubreytingu, ef hún fær ekki stuðning internet samfélagsins þá get ég ekki séð að hún verði að veruleika. Eins og er þá er teljandi á annarri hendi þeir aðilar sem eru með um eða yfir 15 lén skráð, flest allir eru með mikið færri. Þessir aðilar sem eru með of mörg hafa ekki látið reglurnar stoppa sig og skrá sín auka lén núna á aðrar kennitölur og oft kennitölur starfsmanna og hefur þessi fjöldatakmörkun valdið þessum aðilum meiri vandræðum heldur en gagnið sem það á að gera. T.d. er sá möguleiki fyrir hendi að starfsmaður fyrirtækis hætti í fússi og svo kemur í ljós að þessi starfsmaður sé skráður fyrir einu vinsælasta léninu hjá þeim...fyrirtækið hefur engan rétt, fyrverandi starfsmaðurinn getur gert það sem hann vill við lénið enda er hann rétthafi. Ég veit að það að hafa vit fyrir fólki er ekki besta leiðin en stundum verður einhver að hafa vit fyrir þeim. Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet Iceland inc. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is
Bjarni og Kristofer. Fram að 1. desember 2000 voru reglur á þann veg að hver aðili gat skráð eins mörg lén og hann vildi ef vísað var til vörumerkis. Þannig voru í raun engin takmörk á fjölda léna sem hver aðili gat skráð. Hins vegar var kostnaður töluverður þar eð skrá þurfti vörumerki fyrir hvert lén. Við breytingu á reglum 1. des 2000 var þessu breytt þannig að hver aðili gat skráð 15 lén án tilvísunar til vörumerkis. Staðreyndin er að ekki hefur orðið vart við fjöldasöfnun á lénum það tæpa ár sem liðið er frá rýmkun fjölda léna. Nokkur stór fyrirtæki hafa hins vegar fullnýtt 15 léna markið. Þetta eru fyrirtæki sem veita fjölbreytta þjónustu. Markmið þeirra með skráningu léna er m.a. að koma í veg fyrir að hugsanlegir "cybersquatters" skrái lén með þeirra þjónustunöfnum. Með hliðsjón af fenginni reynslu og þörf markaðarins var því ákveðið að aflétta fjöldatakmörkun. Eflaust mætti hugsa sér aðrar leiðir. Þær hefðu þó fyrr eða síðar leitt af sér flóknara regluverk og plásta. Helgi Eftir síðustu breytingu á reglum (1. des 2000) gat hver aðili skráð 15 lén í sínu hafni. On Wed, Oct 17, 2001 at 02:33:21PM +0000, Bjarni R. Einarsson wrote:
Þann 2001-10-17, 12:56:20 (+0000) skrifaði Kristofer Sigurdsson:
Hæ krakkar,
Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss...
Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu.
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
-- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@klaki.net -><- http://bre.klaki.net/
Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/ _______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
-- Helgi Jonsson, framkvæmdastjóri (director) hjons@isnic.is Internet Iceland - ISNIC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Hugsanlegt, ég tel reyndar að þessi csq vitleysa sé að mestu liðinn hjá. Þetta var aðalega stundað hjá þeim sem skráðu lén (án uppsetningarkröfu) og sendu síðan reikninga eftir á. Menn skráðu þá helling af lénum en greiddu TLD einungis fyrir þau sem þeim sjálfum tókst að selja á uppsrengdu verði og hirtu mismuninn. Skv núverandi reglum ISNIC þarf bæði að setja lénin upp og greiða þau fyrirfram svo ég held einfaldlega að þetta muni ekki koma upp. Núverandi reglur íþyngja þeim sem telja sig hafa lögmæta þörf fyrir fleiri en 15 lén á sömu kennitölu. -- Marius
participants (6)
-
Bjarni R. Einarsson
-
Helgi Jonsson
-
johann.gunnarsson@fjr.stjr.is
-
Kristofer Sigurdsson
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson