Sælt veri fólkið, Nú hafa þónokkrir skráð sig á domain@lists.isnet.is og tel ég því tímabært að reyna að vekja upp smá umræðu hér. Öðru hvoru er verið að ýja að því að reglur INTÍS varðandi úthlutun léna séu of slakar eða of strangar og langar mig því að óska álits ykkar á því hvað gæti farið betur. Þegar líður á getur umræða hér haft mikil áhrif á reglurnar og vona ég þess vegna að fólk láti allt vaða og ef þið vitið um einhvern sem er með sterkt álit á þessum málum þá er bara að benda honum á að skrá sig á listann og taka þátt í umræðunni. Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is
Mig langar að fá álit ykkar á því að hvert fyrirtæki megi einungis vera með eitt lén skráð á sig nema viðkomandi fyrirtæki skrái vörumerki fyrir nýju léni? Að mínu mati finnst mér að hér sé verið að hefta útbreiðslu internets á íslandi. Ef við skoðum þróunina úti í bandaríkjunum þá eru fyrirtæki oft með sér lén fyrir vörur sínar eða þjónustu og nóta gríðarlega míkið lén sem auglýsinga og markaðstól. Skoðum dæmi um skráningu léna með .is endingu og með .com DÆMI 1 Ef Jón Jónsson á íslandi með f.t. X ehf vill fara útí auglýsingarherferð með nokkrar tegundir af sína þjónustu þá þarf hann að borga skráningargjaldið hjá intís 12450 * t.d. 10 lén = 124.500 kr. Síðan þarf hann að kynna sér hvernig á að skrá vörumerki fyrir fyrirtæki sitt sem tekur frá honum tíma sem við skulum sleppa að meta til fjár hér í þessu dæmi en sjálf skráningin á vörumerkjunum 9 (því f.t. mega skrá 1 án þess að hafa vörumerki) kostar 12000 kr stk. = 108.000 kr. Svo má ekki gleyma að það þarf að hanna vörumerki fyrir viðkomandi og líklega vill hann fá lögfræðiálit. Það gæti kostað aukalega = 9 vörumerki * 5000 (lágmark) = 45.000 kr. Lögfræðiálit ?? 25.000 kr. Jæja nú er það allt vonandi komið. Hann er búinn að kynna sér þetta hjá Intís, einkaleyfastofunni, lögfræðingum og grafískum hönnuði, fara ferð í einkaleyfastofu ná í eyðublöð, fylla þau út og koma aftur niður á einkaleyfastofu til að borga fyrir þetta. Síðan getur hann faxað umsóknirnar til Intís með afriti af kvittun fyrir greiðslu á skráningu vörumerkjanna. Þetta gerir samtals: Skráningargjald Intís .is 124.500 Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 302.500 kr. DÆMI 2 Ef sami aðili mundi vilja gera þetta með .com t.d. þá hefði hann þurft að hringja eitt símtal til þjónustuaðila t.d. landsímann eða íslandssima og lista út hvaða lén hann vildi fá og síðan yrði honum bara sendur reikningur. Skráningargjald - .com 25.550 Undirbúningstími = 5 min ------------------------------------------------------------ 25.550 kr. Er þetta ekki fráhrindandi fyrir þá sem vilja nýta internetið, heftandi fyrir þróun internetsins? Peningarnir skipta ekki öllu máli heldur líka flækjustigið sem fylgir þessu og tímin fyrir viðskiptavini intís. Undanskilið er í þessu dæmi kostnaður við að skrá og hýsa lénin hjá internetþjónustufyrirtæki. Látum þetta duga í bili. Hvað finnst ykkur um þetta? Til hvers að hafa forsendu að fyrirtæki eða einstaklingar verða að hafa skráð vörumerki? Svo ekki sé minnst á það að vörumerkið verður að vera fullnægjandi að kröfum intís. Endilega lýsið skoðanir ykkar á þessu. p.s. það má benda á það að hægt er að safna kennitölum starfsmanna og vina og skrá á þau lén, en þá eiga þau nátturulega lénin, en það er samt orðið nokkuð um það að svo sé gert. Með kveðju, Leifur A. Haraldsson
Hér er glöggt dæmi um hvernig má misskilja notkun og skráningu léna. Ef Jón Jónsson ætti fyrirtækið HarðPlast H/F, og vildi markaðssetja plastpoka, baggabönd og plastflöskur, þá á hann ekki að skrá lén sérstaklega fyrir hverja vöru, heldur væri rétta leiðin að skrá eitt lén fyrir fyrirtækið, og vera síðan með annaðhvort undirlén/sýndarlén fyrir vörurnar: (www.)plastpokar.hardplast.is (www.)baggabond.hardplast.is (www.)plastfloskur.hardplast.is eða að vera með undirsíður á sínu aðal vefsetri fyrir hvern vöruflokk: www.hardplast.is/plastpokar www.hardplast.is/baggabond www.hardplast.is/plastfloskur En báðar leiðir gera viðkomandi kleift að bregðast við orðmyndum eins og í Íslensku, t.d. plastflaska.hardplast.is eða www.hardplast.is/plastpoki Persónulega finnst mér það hafa verið slökunarstefna í úthlutunarmálum léna undanfarið misseri, og spretta upp ný lén á hverjum degi, með nöfnum sem er illgerlegt að tengja við eitthvað eitt ákveðið fyrirtæki eða þjónustu, og finnst mér þetta vera farið að missa dálítið marks miðað við hvernig þetta var hugsað í upphafi, líkt og með .com, .org og .net. Ef ég réði, þá væri tekið harðar á erlendum orðum í lénanöfnum, og komið á fót lénaskiptingu líkt og er stunduð sumstaðar erlendis ( .???.is ) þannig að einkalén, skólalén, stofnana- , fyrirtækja- og stjórnvalda lén væru aðskilin undir einni rót. Það er þegar þekkt með .com og er ábyggilega komið að því ( ef það er þá ekki þegar komið upp ) með .net og .org að lénasúpan fyrir tréð er orðin svo stór og ill-viðráðanleg að það er farið að valda vandræðum á rótarnafnaþjónum viðkomandi TLD. Þó svo að það sé enn langt í það að slíkt gerist hér heima á klakanum, þá finnst mér lítil ástæða til að bjóða hættunni heim, og þætti ( persónulega - mitt álit ;) að harðar yrði tekið á allri lénaúthlutun og gengið úr skugga um að það þurfi raunverulega að úthluta viðkomandi léni, amk á meðan engin skipting er til staðar.. tosi <disclaimer> ÞETTA ERU MÍNAR SKOÐANIR, ÞÆR ÞURFA EKKI Á NOKKURN HÁTT AÐ PASSA VIÐ SKOÐANIR ATVINNUREKANDA EÐA VINNUFÉLAGA, OG LÝSA EKKI Á NOKKURN HÁTT SKOÐUNUM ATVINNUREKANDA MÍNS ! </disclaimer> On Wed, Jul 05, 2000 at 04:20:15PM -0000, Leifur A. Haraldsson wrote:
Mig langar að fá álit ykkar á því að hvert fyrirtæki megi einungis vera með eitt lén skráð á sig nema viðkomandi fyrirtæki skrái vörumerki fyrir nýju léni? Að mínu mati finnst mér að hér sé verið að hefta útbreiðslu internets á íslandi. Ef við skoðum þróunina úti í bandaríkjunum þá eru fyrirtæki oft með sér lén fyrir vörur sínar eða þjónustu og nóta gríðarlega míkið lén sem auglýsinga og markaðstól. Skoðum dæmi um skráningu léna með .is endingu og með .com
DÆMI 1 Ef Jón Jónsson á íslandi með f.t. X ehf vill fara útí auglýsingarherferð með nokkrar tegundir af sína þjónustu þá þarf hann að borga skráningargjaldið hjá intís 12450 * t.d. 10 lén = 124.500 kr. Síðan þarf hann að kynna sér hvernig á að skrá vörumerki fyrir fyrirtæki sitt sem tekur frá honum tíma sem við skulum sleppa að meta til fjár hér í þessu dæmi en sjálf skráningin á vörumerkjunum 9 (því f.t. mega skrá 1 án þess að hafa vörumerki) kostar 12000 kr stk. = 108.000 kr. Svo má ekki gleyma að það þarf að hanna vörumerki fyrir viðkomandi og líklega vill hann fá lögfræðiálit. Það gæti kostað aukalega = 9 vörumerki * 5000 (lágmark) = 45.000 kr. Lögfræðiálit ?? 25.000 kr. Jæja nú er það allt vonandi komið. Hann er búinn að kynna sér þetta hjá Intís, einkaleyfastofunni, lögfræðingum og grafískum hönnuði, fara ferð í einkaleyfastofu ná í eyðublöð, fylla þau út og koma aftur niður á einkaleyfastofu til að borga fyrir þetta. Síðan getur hann faxað umsóknirnar til Intís með afriti af kvittun fyrir greiðslu á skráningu vörumerkjanna. Þetta gerir samtals:
Skráningargjald Intís .is 124.500 Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 302.500 kr.
DÆMI 2 Ef sami aðili mundi vilja gera þetta með .com t.d. þá hefði hann þurft að hringja eitt símtal til þjónustuaðila t.d. landsímann eða íslandssima og lista út hvaða lén hann vildi fá og síðan yrði honum bara sendur reikningur.
Skráningargjald - .com 25.550 Undirbúningstími = 5 min ------------------------------------------------------------ 25.550 kr.
Er þetta ekki fráhrindandi fyrir þá sem vilja nýta internetið, heftandi fyrir þróun internetsins? Peningarnir skipta ekki öllu máli heldur líka flækjustigið sem fylgir þessu og tímin fyrir viðskiptavini intís.
Undanskilið er í þessu dæmi kostnaður við að skrá og hýsa lénin hjá internetþjónustufyrirtæki. Látum þetta duga í bili. Hvað finnst ykkur um þetta? Til hvers að hafa forsendu að fyrirtæki eða einstaklingar verða að hafa skráð vörumerki? Svo ekki sé minnst á það að vörumerkið verður að vera fullnægjandi að kröfum intís. Endilega lýsið skoðanir ykkar á þessu.
p.s. það má benda á það að hægt er að safna kennitölum starfsmanna og vina og skrá á þau lén, en þá eiga þau nátturulega lénin, en það er samt orðið nokkuð um það að svo sé gert.
Með kveðju,
Leifur A. Haraldsson
-- ______ /---------------------------------------\ \ | Þór Sigurðsson | Tor Sigurdsson | t | | Netmaður | Network Specialist | o | |-----------------------------------------| s | | tosi@hi.is | i | \---------------------------------------/_____/ \ RHCE / / \___________________________________/_____/
(www.)plastpokar.hardplast.is (www.)baggabond.hardplast.is (www.)plastfloskur.hardplast.is
-------------Þetta finnst mér einmitt mikill miskilningur hjá fólki og liggur við að segja hjá tölvuköllum og konum aðallega :) Markaðslega séð þá er www.plastpokar.hardplast.is alltof langt og klént orð. Hvers vegna á að skylda menn með peningalegum og tímalegum hömlum að fá sér subdomain. plastpokar.is !! þetta hljómar miklu betur en og þú mannst það frekar, ergo viðskiptavinur líklegari að koma á síðuna. plastpokar.hardplast.is !!
Ef ég réði, þá væri tekið harðar á erlendum orðum í lénanöfnum, og komið á fót lénaskiptingu líkt og er stunduð sumstaðar erlendis ( .???.is ) þannig að einkalén, skólalén, stofnana- , fyrirtækja- og stjórnvalda lén væru aðskilin undir einni rót. Það er þegar þekkt með .com og er ábyggilega komið að því ( ef það er þá ekki þegar komið upp ) með .net og .org að lénasúpan fyrir tréð er orðin svo stór og ill-viðráðanleg að það er farið að valda vandræðum á rótarnafnaþjónum viðkomandi TLD.
-----------------Það er löngu búið að gefast upp á að halda skiptingunni á .com, .org, .net sem dæmi en auðvitað er núna mikil umræða um það hvort það eigi að bæta við önnur TLD einsog .shop og .xxx , en þetta er enn í deiglunni. Það er bara helvíti hart að segja mönnum að gera þetta með subdomain þegar flest öll "webmarketing" ráð styðja stutt og hnitmiðuð nöfn. Markaðurinn verður að fá að ráða í frjálsu efnahagslífi ekki skoðanir einstakra manna sem hafa með hlutina að gera, þetta er nú einu sinni árið 2000, öld upplýsingana.
Persónulega finnst mér það hafa verið slökunarstefna í úthlutunarmálum léna undanfarið misseri, og spretta upp ný lén á hverjum degi, með nöfnum sem er illgerlegt að tengja við eitthvað eitt ákveðið fyrirtæki eða þjónustu, og finnst mér þetta vera farið að missa dálítið marks miðað við hvernig þetta var hugsað í upphafi, líkt og með .com, .org og .net.
------------------hver segir að þú eigir að geta tengt nafn við fyrirtæki eða þjónustu ? Tengir þú spot.cc við lénaúthlutanarfyrirtæki? Spurning um markaðssetningu og að fá fólk til að koma á síðuna til þín. Við eigum eftir að sjá miklu meiri aukningu í samkeppni með góð lénanöfn. kveðja, Leifur A. Haraldsson
ÞETTA ERU MÍNAR SKOÐANIR, ÞÆR ÞURFA EKKI Á NOKKURN HÁTT AÐ PASSA VIÐ SKOÐANIR ATVINNUREKANDA EÐA VINNUFÉLAGA, OG LÝSA EKKI Á NOKKURN HÁTT SKOÐUNUM ATVINNUREKANDA MÍNS !
----- Original Message ----- From: Tor Sigurdsson <tosi@hi.is> To: <domain@lists.isnet.is> Sent: Wednesday, July 05, 2000 6:07 PM Subject: Re: Úthlutunarreglur léna ( þú misskilur algerlega tilganginn )
Hér er glöggt dæmi um hvernig má misskilja notkun og skráningu léna.
Ef Jón Jónsson ætti fyrirtækið HarðPlast H/F, og vildi markaðssetja plastpoka, baggabönd og plastflöskur, þá á hann ekki að skrá lén
sérstaklega
fyrir hverja vöru, heldur væri rétta leiðin að skrá eitt lén fyrir fyrirtækið, og vera síðan með annaðhvort undirlén/sýndarlén fyrir vörurnar:
(www.)plastpokar.hardplast.is (www.)baggabond.hardplast.is (www.)plastfloskur.hardplast.is
eða að vera með undirsíður á sínu aðal vefsetri fyrir hvern vöruflokk:
www.hardplast.is/plastpokar www.hardplast.is/baggabond www.hardplast.is/plastfloskur
En báðar leiðir gera viðkomandi kleift að bregðast við orðmyndum eins og í Íslensku, t.d. plastflaska.hardplast.is eða www.hardplast.is/plastpoki
Persónulega finnst mér það hafa verið slökunarstefna í úthlutunarmálum léna undanfarið misseri, og spretta upp ný lén á hverjum degi, með nöfnum sem er illgerlegt að tengja við eitthvað eitt ákveðið fyrirtæki eða þjónustu, og finnst mér þetta vera farið að missa dálítið marks miðað við hvernig þetta var hugsað í upphafi, líkt og með .com, .org og .net.
Ef ég réði, þá væri tekið harðar á erlendum orðum í lénanöfnum, og komið á fót lénaskiptingu líkt og er stunduð sumstaðar erlendis ( .???.is ) þannig að einkalén, skólalén, stofnana- , fyrirtækja- og stjórnvalda lén væru aðskilin undir einni rót. Það er þegar þekkt með .com og er ábyggilega komið að því ( ef það er þá ekki þegar komið upp ) með .net og .org að lénasúpan fyrir tréð er orðin svo stór og ill-viðráðanleg að það er farið að valda vandræðum á rótarnafnaþjónum viðkomandi TLD. Þó svo að það sé enn langt í það að slíkt gerist hér heima á klakanum, þá finnst mér lítil ástæða til að bjóða hættunni heim, og þætti ( persónulega - mitt álit ;) að harðar yrði tekið á allri lénaúthlutun og gengið úr skugga um að það þurfi raunverulega að úthluta viðkomandi léni, amk á meðan engin skipting er til staðar..
tosi
<disclaimer> ÞETTA ERU MÍNAR SKOÐANIR, ÞÆR ÞURFA EKKI Á NOKKURN HÁTT AÐ PASSA VIÐ SKOÐANIR ATVINNUREKANDA EÐA VINNUFÉLAGA, OG LÝSA EKKI Á NOKKURN HÁTT SKOÐUNUM ATVINNUREKANDA MÍNS ! </disclaimer>
On Wed, Jul 05, 2000 at 04:20:15PM -0000, Leifur A. Haraldsson wrote:
Mig langar að fá álit ykkar á því að hvert fyrirtæki megi einungis vera með eitt lén skráð á sig nema viðkomandi fyrirtæki skrái vörumerki fyrir nýju léni? Að mínu mati finnst mér að hér sé verið að hefta útbreiðslu internets á íslandi. Ef við skoðum þróunina úti í bandaríkjunum þá eru fyrirtæki oft með sér lén fyrir vörur sínar eða þjónustu og nóta gríðarlega míkið lén sem auglýsinga og markaðstól. Skoðum dæmi um skráningu léna með .is endingu og með .com
DÆMI 1 Ef Jón Jónsson á íslandi með f.t. X ehf vill fara útí auglýsingarherferð með nokkrar tegundir af sína þjónustu þá þarf hann að borga skráningargjaldið hjá intís 12450 * t.d. 10 lén = 124.500 kr. Síðan þarf hann að kynna sér hvernig á að skrá vörumerki fyrir fyrirtæki sitt sem tekur frá honum tíma sem við skulum sleppa að meta til fjár hér í þessu dæmi en sjálf skráningin á vörumerkjunum 9 (því f.t. mega skrá 1 án þess að hafa vörumerki) kostar 12000 kr stk. = 108.000 kr. Svo má ekki gleyma að það þarf að hanna vörumerki fyrir viðkomandi og líklega vill hann fá lögfræðiálit. Það gæti kostað aukalega = 9 vörumerki * 5000 (lágmark) = 45.000 kr. Lögfræðiálit ?? 25.000 kr. Jæja nú er það allt vonandi komið. Hann er búinn að kynna sér þetta hjá Intís, einkaleyfastofunni, lögfræðingum og grafískum hönnuði, fara ferð í einkaleyfastofu ná í eyðublöð, fylla þau út og koma aftur niður á einkaleyfastofu til að borga fyrir þetta. Síðan getur hann faxað umsóknirnar til Intís með afriti af kvittun fyrir greiðslu á skráningu vörumerkjanna. Þetta gerir samtals:
Skráningargjald Intís .is 124.500 Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 302.500 kr.
DÆMI 2 Ef sami aðili mundi vilja gera þetta með .com t.d. þá hefði hann þurft að hringja eitt símtal til þjónustuaðila t.d. landsímann eða íslandssima og lista út hvaða lén hann vildi fá og síðan yrði honum bara sendur reikningur.
Skráningargjald - .com 25.550 Undirbúningstími = 5 min ------------------------------------------------------------ 25.550 kr.
Er þetta ekki fráhrindandi fyrir þá sem vilja nýta internetið, heftandi fyrir þróun internetsins? Peningarnir skipta ekki öllu máli heldur líka flækjustigið sem fylgir þessu og tímin fyrir viðskiptavini intís.
Undanskilið er í þessu dæmi kostnaður við að skrá og hýsa lénin hjá internetþjónustufyrirtæki. Látum þetta duga í bili. Hvað finnst ykkur um þetta? Til hvers að hafa forsendu að fyrirtæki eða einstaklingar verða að hafa skráð vörumerki? Svo ekki sé minnst á það að vörumerkið verður að vera fullnægjandi að kröfum intís. Endilega lýsið skoðanir ykkar á þessu.
p.s. það má benda á það að hægt er að safna kennitölum starfsmanna og vina og skrá á þau lén, en þá eiga þau nátturulega lénin, en það er samt orðið nokkuð um það að svo sé gert.
Með kveðju,
Leifur A. Haraldsson
-- ______ /---------------------------------------\ \ | Þór Sigurðsson | Tor Sigurdsson | t | | Netmaður | Network Specialist | o | |-----------------------------------------| s | | tosi@hi.is | i | \---------------------------------------/_____/ \ RHCE / / \___________________________________/_____/
On Wed, 05 Jul 2000, Leifur A. Haraldsson wrote:
Mig langar að fá álit ykkar á því að hvert fyrirtæki megi einungis vera með eitt lén skráð á sig nema viðkomandi fyrirtæki skrái vörumerki fyrir nýju léni? Að mínu mati finnst mér að hér sé verið að hefta útbreiðslu internets
Þegar reglurnar varðandi umsóknir byggðar á vörumerki voru settar þá var ekki ætlunin að það endaði í þeirri stöðu sem það er í núna, upphaflega var ætlunin að fólk gæti fengið skráð lén sem væru í samræmi við þau vörumerki sem þau ættu þegar skráð eða væru að skrá undir réttum formerkjum og í þeim tilfellum væri nóg að leggja fram staðfesta umsókn frá einkaleyfastofu. Þetta var gert til að reyna að stoppa það flæði áhugamannafélaga sem voru að sækja um lén, enda voru flest þau félög sem sóttu um lén að brjóta lög enda var engin starfsemi í þessum félögum, þau voru/eru bara stofnuð til að skrá lén. Ég er ekki lögfróður en mér er tjáð að bakvið öll skráð áhugamannafélög verði að vera einhver starfsemi, en þessu hefur ekki verið framfylgt af Hagstofu. Íslendingar eru aftur á móti svo duglegir við að koma sér framhjá öllum reglum að þeir voru fljótir að færa sig frá áhugamannafélugunum yfir í það að skrá vörumerki þar sem það var oftast auðveldara.
á íslandi. Ef við skoðum þróunina úti í bandaríkjunum þá eru fyrirtæki oft með sér lén fyrir vörur sínar eða þjónustu og nóta gríðarlega míkið lén sem auglýsinga og markaðstól. Skoðum dæmi um skráningu léna með .is endingu og með .com
Hér er algengur misskilningur á ferð það er ekki hægt að bera saman ccTLD og gTLD, hér ætti frekar að vera samanburður á t.d. .no og .is eða kannski .us þar sem reglurnar í USA eru töluvert meira takmarkandi en hér heima.
DÆMI 2 Ef sami aðili mundi vilja gera þetta með .com t.d. þá hefði hann þurft að hringja eitt símtal til þjónustuaðila t.d. landsímann eða íslandssima og lista út hvaða lén hann vildi fá og síðan yrði honum bara sendur reikningur.
Skráningargjald - .com 25.550 Undirbúningstími = 5 min ------------------------------------------------------------ 25.550 kr.
Það er enginn að stoppa fólk í að skrá .com lén, það er öllum það frjálst. Ef gera á samanburð á gjaldskrá INTÍS og þeirra sem skrá .com lén þá er það illmögulegt þar sem .is lén eru ekki nema um ~3000 en .com, .net og .org lén eru nokkrar milljónir þetta er allt spurning um að reksturinn standi undir sér.
Er þetta ekki fráhrindandi fyrir þá sem vilja nýta internetið, heftandi fyrir þróun internetsins? Peningarnir skipta ekki öllu máli heldur líka flækjustigið sem fylgir þessu og tímin fyrir viðskiptavini intís.
Flækjustigið hjá þeim sem skrá lén er sjaldnast reglurnar eða leiðir framhjá þeim, það sem flækist fyrir flestum er tæknileg uppsetning lénanna.
Undanskilið er í þessu dæmi kostnaður við að skrá og hýsa lénin hjá internetþjónustufyrirtæki. Látum þetta duga í bili. Hvað finnst ykkur um þetta? Til hvers að hafa forsendu að fyrirtæki eða einstaklingar verða að hafa skráð vörumerki? Svo ekki sé minnst á það að vörumerkið verður að vera fullnægjandi að kröfum intís. Endilega lýsið skoðanir ykkar á þessu.
Hvað viltu sjá í staðinn fyrir núverandi reglur? Eða finnst þér að það ætti að afnema þær algerlega?
p.s. það má benda á það að hægt er að safna kennitölum starfsmanna og vina og skrá á þau lén, en þá eiga þau nátturulega lénin, en það er samt orðið nokkuð um það að svo sé gert.
Ef einhver skráir lén þá er það sá sem er skráður handhafi lénsins sem stjórnar því, ef fyrirtæki skráir lén á starfsmann þá á það á hættu að starfsmaðurinn taki lénið með sér eða krefjist greiðslu fyrir það fari hann í fýlu. Ef allar reglur yrðu afnumdar eins og mér sýnist vera þín skoðun að ætti að gera þá verða fleiri óánægðir en hitt þar sem það opnar fyrir misnotkun og fólk mun hópast að til að skrá hin og þessi lén með dollaramerki í augunum og plön um fljóta sölu á lénum. Þetta er því miður að gerast í dag, eins og við báðir vitum þá eru aðilar búnir og eru ennþá að skrá lén í nafni áhugamannafélaga þar sem er áberandi verið að taka lén sem ættu að vera skráð á aðra, t.d. lén sem byrjar á nafni heimsþekktar vöru svosem bílategundar, í flestum tilfellum er ætlunin að selja eða semja við eiganda vörunnar um afnot eða umskráningu á léninu. Þetta þarf að mínu áliti að reyna að stoppa en þá kemur upp spurningin hvort þessir aðilar finni sér ekki bara alltaf leið framhjá settum reglum. Óli -- Olafur Osvaldsson System Administrator Internet Iceland inc. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnet.is
Ég er ekki
lögfróður en mér er tjáð að bakvið öll skráð áhugamannafélög verði að vera einhver starfsemi, en þessu hefur ekki verið framfylgt af Hagstofu.
eftir að grennslast var fyrir um þetta þurfa áhugamannafélög að vera með virka starfsemi en þurfa ekki að sýna fram á það á neinn hátt. Virk starfsemi getur tekið á sig margar myndir. Endilega látið vita ef þið vitið betur takk fyrir.
Hér er algengur misskilningur á ferð það er ekki hægt að bera saman ccTLD og gTLD, hér ætti frekar að vera samanburður á t.d. .no og .is eða kannski .us þar sem reglurnar í USA eru töluvert meira takmarkandi en hér heima.
Ég hef því miður ekki geta kynnt mér reglurnar fyrir .us eða .no en ég mundi þiggja ábendingar hvar ég gæti lesið mig til um það.
Það er enginn að stoppa fólk í að skrá .com lén, það er öllum það frjálst. Ef gera á samanburð á gjaldskrá INTÍS og þeirra sem skrá .com lén þá er
það
illmögulegt þar sem .is lén eru ekki nema um ~3000 en .com, .net og .org lén eru nokkrar milljónir þetta er allt spurning um að reksturinn standi undir sér.
Meiningin með þessum samanburði var ekki að gagnrýna verðskrá intís sem undirritaður finnst mjög sanngjarn á allann hátt. Hins vegar vildi ég benda á aukakostnaðin í kringum það að skrá lénin sem .is, en að skráningargjaldi intís undanskilið er það : Vörumerkjarskráning 108.000 Vörumerkjahönnunn 45.000 Lögfræðiráðgjöf 25.000 Undirbúningstími ?????? (ekki metin til fjár) ------------------------------------------------------------ 178.000 kr Aukakostnaður sem er miklu dýrari og miklu flóknari, heftandi fyrir útbreiðslu internets á íslandi! Þetta er punkturinn
Flækjustigið hjá þeim sem skrá lén er sjaldnast reglurnar eða leiðir framhjá þeim, það sem flækist fyrir flestum er tæknileg uppsetning lénanna.
Það vill nefnilega svo til að þetta vill flækjast fyrir fólk, eðlileg lög landsins um t.d. afsal á nafni og rekstri f.t. ganga t.d. ekki yfir lénin. Skráning vörumerkja þarf að kynna sér. Fólk þarf að koma sér inní hlutina, og þeir verða stundum flóknir. En það er ekki að segja að það sé alltaf svoleiðis, það gengur yfirhöfuð vel því þorri íslenskra fyrirtækja eru ekki ennþá búin að átta sig á internetinu og segja oftast já við öllu á þessu sviði, vilja bara vera með.
Hvað viltu sjá í staðinn fyrir núverandi reglur? Eða finnst þér að það ætti að afnema þær algerlega?
Ég er ekki fylgjandi því að afnema reglurnar algerlega. Mér finnst reglurnar vera fínar að mestu leyti. Það fyrsta sem ég mæli með að afnema er það að umsækjandi verði að hafa skráð vörumerki ef hann vill sækja um fleiri en eitt lén. Ég sé ekki tilganginn annann en það að forða þeim sem eru með skráð vörumerki að einhver skrái það á undan þeim. Ef viðkomandi sem á skráð vörumerki og finnst að sá sem skráði lén sem svipar til eða er einsog vörumerki hans, þá getur hann leitað úrræði mála sinna til dómstóla. Það eina sem þetta gerir er að "vernda" þá sem eru með vörumerki en þeir hafa þegar heilt dómskerfi sem sér um það fyrir þá. 6. gr. Að því tilskildu að notkun sé í samræmi við góða viðskiptahætti getur eigandi vörumerkis ekki bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi: 1. nafn sitt, nafn fasteignar eða heiti á atvinnustarfsemi sinni, 2. lýsingar á tegund vöru eða þjónustu, ástandi, magni, notkun, verði, uppruna, hvenær vara er framleidd eða þjónusta boðin fram eða á öðrum eiginleikum vöru eða þjónustu. Hafi eigandi vörumerkis markaðssett vöru eða þjónustu sem nýtur vörumerkjaréttar eða heimilað slíkt getur hann ekki síðar hindrað notkun, sölu, leigu, innflutning, útflutning eða annars konar dreifingu vörunnar eða þjónustunnar. en svo kemur á móti: 4.gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., um eins eða svipaða vöru eða þjónustu, getur eigandi vörumerkis einnig bannað notkun þess fyrir annars konar vöru eða þjónustu ef vörumerkið er vel þekkt hér á landi og notkunin hefur í för með sér misnotkun eða rýrir aðgreiningareiginleika eða orðspor hins þekkta merkis. Án samþykkis eiganda vörumerkis er óheimilt að vísa til merkisins þegar seldir eru varahlutir eða annað fylgifé vöru, enda sé það gert á þann hátt að ætla megi að fylgifé sé frá eiganda komið eða hann hafi gefið samþykki sitt til notkunar merkisins. Hér eru lögin sem taka á þessu máli. Hvers vegna ætti intís að hafa afskipti af þessum málum og í kjölfarið gera það erfiðari fyrir fólk að fá skráð lén og dýrari? Hvað finnst ykkur?
Ef einhver skráir lén þá er það sá sem er skráður handhafi lénsins sem stjórnar því, ef fyrirtæki skráir lén á starfsmann þá á það á hættu að starfsmaðurinn taki lénið með sér eða krefjist greiðslu fyrir það fari hann í fýlu.
rétt, en samt gert til að forðast vesenið við skráningar stundum
Ef allar reglur yrðu afnumdar eins og mér sýnist vera þín skoðun að ætti að gera þá verða fleiri óánægðir en hitt þar sem það opnar fyrir misnotkun og fólk mun hópast að til að skrá hin og þessi lén með dollaramerki í augunum og plön um fljóta sölu á lénum.
Þetta er því miður að gerast í dag, eins og við báðir vitum þá eru aðilar búnir og eru ennþá að skrá lén í nafni áhugamannafélaga þar sem er áberandi verið að taka lén sem ættu að vera skráð á aðra, t.d. lén sem byrjar á nafni heimsþekktar vöru svosem bílategundar, í flestum tilfellum er ætlunin að selja eða semja við eiganda vörunnar um afnot eða umskráningu á léninu.
Þetta þarf að mínu áliti að reyna að stoppa en þá kemur upp spurningin hvort þessir aðilar finni sér ekki bara alltaf leið framhjá settum reglum.
Er svo sem sammála, en hver er að segja að ákveðnir aðilar eiga réttin á að vera með ákveðin lén? Hvar standa þau lög? Það stendur að ekki má misnota vörumerki annara en hvar stendur að það megi ekki eiga lén sem heitir sama nafni t.d. Apple.com er epli.is, hver er að segja að eplabóndi megi ekki auglýsa sig á apple.com frekar en Apple tölvufyrirtækið. Annars vísa égí 6gr. og 4.gr og bendi á að ef það er ákveðið að ákveðnir aðilar eiga að fá ákv. lén sbr. vörumerki t.d., hvers vegna þá ekki bara úthluta þeim það strax og forðast einhverja vitlausu. Hvers vegna að bíða þangað til að þeim dettur loksins í hug að fara nota internetið sem markaðstæki. Þetta er frjálst land bundið lögum, við ættum að hegða okkur skv. því, eða hvað? Kveðja, Leifur A. Haraldsson ÞETTA ERU MÍNAR SKOÐANIR, ÞÆR ÞURFA EKKI Á NOKKURN HÁTT AÐ PASSA VIÐ SKOÐANIR ATVINNUREKANDA EÐA VINNUFÉLAGA, OG LÝSA EKKI Á NOKKURN HÁTT SKOÐUNUM ATVINNUREKANDA MÍNS !
Óli
-- Olafur Osvaldsson System Administrator Internet Iceland inc. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnet.is
participants (3)
-
Leifur A. Haraldsson
-
Olafur Osvaldsson
-
Tor Sigurdsson