Dr�g a� n�jum reglum um skr�ningu og �thlutun l�na
Ágætu netverjar, um leið og ég sendi ykkur slóð á drög að nýjum reglum um úthlutun léna undir .is langar mig að fylgja drögum úr hlaði með nokkrum orðum. Við samningu nýrra reglna hefur stjórn ISNIC m.a. litið til þess að um er að ræða þjóðarlén og því ætlað til notkunar af íslendingum umfram aðra. Stjórnin hefur þá haft til hliðsjónar ábendingar sem fram hafa komið á póstlista domain@lists.isnet.is Meðfylgjandi drög voru samþykkt efnislega af stjórn ISNIC 20. nóvember s.l.; þau hafa verið yfirfarin og lagfærð hvað orðalag snertir síðan. Stefnt er að nýjar reglur taki gildi 1. desember n.k. Vandasamt er að semja reglur þannig að ekki sé unnt að túlka þær á fleiri en einn máta. Þetta er þó væntanlega veganesti sem reglusmiðir fara af stað með. Það er von stjórnar ISNIC að meðfylgjandi drög séu skýr og túlkunaratriði sem fæst. Með birtingu draga nú fylgir sú ósk að netverjar gaumgæfi texta og sendi athugasemdir á póstlistann ef tilefni þykir til. Nýjar reglum eru í mörgu frábrugðnar reglum sem í gildi eru nú. Of langt mál væri að koma að öllum breytingum en þær helstu eru þessar: a) skilgreiningar fylgja nú reglum. Vert er að benda sérstaklega skilgreiningu á "rétthafa" og "stjórnunarlegum tengilið" b) í kafla um umsókn um lén er greint á milli íslenskra umsækjenda og erlendra. Eins og sjá má er erlendum umsækjendum þrengri skorður settar en innlendum umsækjendum enda um þjóðarlén að ræða. c) reglur um ferli varðandi úthlutun léna eru í megindráttum óbreyttar frá þeim sem nú gilda utan þess að rétthafa er nú skylt að hlýta úrskurði sérstakrar úrskurðarnefndar léna í kærumálum. d) í kafla um tæknilega uppsetning léna er að finna nýtt skilyrði er varðar skráningu nafnaþjóna. e) í köflum um breytingu á vistun léna og umskráningu er sérstaklega bent á að beiðni um slíkar breytingar verða að koma frá stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur ekki farið fram á þessar breytingar beint til ISNIC. f) í kafla um greiðslur léngjalda er nýmæli að greiða þarf gjöld fyrirfram. g) í kafla um brottfall léna er sérstaklega bent á að lén er afmáð í framhaldi af greiðslufalli árgjalda. h) kaflar 9-11 fjalla um úrskurðarnefnd léna. Úrskurðarnefnd er nýmæli. Við reglusmíð hefur verið stuðst við sambærilegar erlendar reglur en reynt að gæta þess að valdsvið nefndarinnar sé ekki ótakmarkað. i) ábyrgð ISNIC er tíunduð í 12. kafla. j) tvö bráðabirgðaákvæði eru tiltekin. Það fyrra þarfnast ekki skýringa. Hið síðara er ætlað bæði ISNIC og viðskiptavinum enda eðlilegt að í einhverjum tilfellum þurfi aðlögunartíma að breyttum greiðslumáta. Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu atriðum er varða breytingar frá núverandi reglum um skráningu og úthlutun léna. Regluverkið allt þarf að skoða í samhengi til að fá heildarmynd af nýju umhverfi sem reglurnar skapa. Sjá drög að nýjum reglum: http://www.isnic.is/is/reglur.html Kveðja, Helgi -- Helgi Jonsson, Director hjons@isnic.is Internet Iceland - ISNiC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is
Sælir, Mér sýnist þessar reglur vera gríðarleg framför og fagna þeim. Eftirfarandi málsgrein veldur mér þó hugarangri: 3.6. Rétthafi léns er skuldbundinn til að bæta ISNIC allt tjón sem notkun lénsins getur valdið ISNIC. Er þetta ekki heldur frjálslega orðað? Dæmi: Ef ég skrái lén og hýsi þar fréttaefni - t.d. fréttir um Eitthvað Slæmt sem tengist ISNIC, þá getur það augljóslega valdið ISNIC tjóni. Getur máður átt von á að mbl.is og aðrir þurfi að borga ISNIC í hvert skipti sem slíkar fréttir birtast? Eða eigum við bara að ritskoða allt slæmt sem okkur dettur í hug að segja um ISNIC? Og ekki nóg með það... orðið "getur" vísar til mögulegs tjóns, ekki tjóns sem hefur átt sér stað. *Öll* lén má nota til að valda ISNIC tjóni af einhverju tagi, þ.a. ISNIC áskilur sér með þessu í raun rétt til að innheimta óskilgreindar bætur af öllum fyrir óorðinn hlut... Maður lendir semsagt í tómu rugli ef maður tekur þessa málsgrein bókstaflega, og er það ekki þannig sem maður á að túlka skilmála? Ath, ég er ekki að halda því fram að ég ætli að gagnrýna ISNIC fyrir eitt eða neitt (reyndar má halda því fram að ég sé að því núna), en mér finnst þetta ákvæði mjög einkennilegt. Hvaða vandamál átti það að leysa? Er ekki nauðsynlegt að orða það nákvæmar? Annað, smáatriði úr grein 8.2: Hafi lén verið lokað í 30 daga hjá ISNIC er það afmáð, réttur yfir léni fellur niður og lénið er laust til umsóknar á ný Mér finnst 30 dagar frekar stuttur tími. Annars bara fagna ég aftur stórbættum skilmálum. Það er gaman að sjá hversu mikið tillit ISNIC tók til umræðunnar sem átti sér stað hér á þessum lista. -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@netverjar.is -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
Mér líst mjög vel á þessar breytingar og tel ég þær vera til framfara. Hinsvegar : ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén. mér finnst ekkert athugavert að í samkeppnismarkaði séu þeir verðlaunaðir sem eru fyrri til í að skrá lén á sínu sviði og ætti ekki að passa uppá þá sem seinir eru til með því að hafa opnun á rök sem þessum. Ég sé ekki tilgang þessara reglu. Gæti einhver útskýrt hana? Kv. Leifur A. Haraldsson. ----- Original Message ----- From: "Helgi Jonsson" <hjons@isnet.is> To: <domain@lists.isnet.is> Cc: <isnic-s@isnic.is>; <isnic@isnic.is> Sent: Thursday, November 23, 2000 1:02 PM Subject: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutun léna
Ágætu netverjar,
um leið og ég sendi ykkur slóð á drög að nýjum reglum um úthlutun léna undir .is langar mig að fylgja drögum úr hlaði með nokkrum orðum.
Við samningu nýrra reglna hefur stjórn ISNIC m.a. litið til þess að um er að ræða þjóðarlén og því ætlað til notkunar af íslendingum umfram aðra. Stjórnin hefur þá haft til hliðsjónar ábendingar sem fram hafa komið á póstlista domain@lists.isnet.is
Meðfylgjandi drög voru samþykkt efnislega af stjórn ISNIC 20. nóvember s.l.; þau hafa verið yfirfarin og lagfærð hvað orðalag snertir síðan. Stefnt er að nýjar reglur taki gildi 1. desember n.k.
Vandasamt er að semja reglur þannig að ekki sé unnt að túlka þær á fleiri en einn máta. Þetta er þó væntanlega veganesti sem reglusmiðir fara af stað með. Það er von stjórnar ISNIC að meðfylgjandi drög séu skýr og túlkunaratriði sem fæst. Með birtingu draga nú fylgir sú ósk að netverjar gaumgæfi texta og sendi athugasemdir á póstlistann ef tilefni þykir til.
Nýjar reglum eru í mörgu frábrugðnar reglum sem í gildi eru nú. Of langt mál væri að koma að öllum breytingum en þær helstu eru þessar:
a) skilgreiningar fylgja nú reglum. Vert er að benda sérstaklega skilgreiningu á "rétthafa" og "stjórnunarlegum tengilið"
b) í kafla um umsókn um lén er greint á milli íslenskra umsækjenda og erlendra. Eins og sjá má er erlendum umsækjendum þrengri skorður settar en innlendum umsækjendum enda um þjóðarlén að ræða.
c) reglur um ferli varðandi úthlutun léna eru í megindráttum óbreyttar frá þeim sem nú gilda utan þess að rétthafa er nú skylt að hlýta úrskurði sérstakrar úrskurðarnefndar léna í kærumálum.
d) í kafla um tæknilega uppsetning léna er að finna nýtt skilyrði er varðar skráningu nafnaþjóna.
e) í köflum um breytingu á vistun léna og umskráningu er sérstaklega bent á að beiðni um slíkar breytingar verða að koma frá stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur ekki farið fram á þessar breytingar beint til ISNIC.
f) í kafla um greiðslur léngjalda er nýmæli að greiða þarf gjöld fyrirfram.
g) í kafla um brottfall léna er sérstaklega bent á að lén er afmáð í framhaldi af greiðslufalli árgjalda.
h) kaflar 9-11 fjalla um úrskurðarnefnd léna. Úrskurðarnefnd er nýmæli. Við reglusmíð hefur verið stuðst við sambærilegar erlendar reglur en reynt að gæta þess að valdsvið nefndarinnar sé ekki ótakmarkað.
i) ábyrgð ISNIC er tíunduð í 12. kafla.
j) tvö bráðabirgðaákvæði eru tiltekin. Það fyrra þarfnast ekki skýringa. Hið síðara er ætlað bæði ISNIC og viðskiptavinum enda eðlilegt að í einhverjum tilfellum þurfi aðlögunartíma að breyttum greiðslumáta.
Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu atriðum er varða breytingar frá núverandi reglum um skráningu og úthlutun léna. Regluverkið allt þarf að skoða í samhengi til að fá heildarmynd af nýju umhverfi sem reglurnar skapa.
Sjá drög að nýjum reglum: http://www.isnic.is/is/reglur.html
Kveðja, Helgi
-- Helgi Jonsson, Director hjons@isnic.is
Internet Iceland - ISNiC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is
Ég er sammála Leifi í þessu.... lénaskráningar eiga alls ekki að tengjast vörumerkjum eða öðru slíku að mínu mati, og ætti þess vegna alls ekki að vera svoleiðis að það sé hægt að kæra fyrirtæki fyrir að skrá lén sem er þá jafnvel kannski alls ekki ætlað til þess, heldur túlkaði vörumerkiseigandinn það bara svoleiðis. Þetta er hættulegt svæði, og finnst mér að það ætti að taka þessa reglu út með öllu.
Mér líst mjög vel á þessar breytingar og tel ég þær vera til framfara. Hinsvegar: ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén.
mér finnst ekkert athugavert að í samkeppnismarkaði séu þeir verðlaunaðir sem eru fyrri til í að skrá lén á sínu sviði og ætti ekki að passa uppá þá sem seinir eru til með því að hafa opnun á rök sem þessum. Ég sé ekki tilgang þessara reglu. Gæti einhver útskýrt hana?
Kv. Leifur A. Haraldsson.
----- Original Message ----- From: "Helgi Jonsson" <hjons@isnet.is> To: <domain@lists.isnet.is> Cc: <isnic-s@isnic.is>; <isnic@isnic.is> Sent: Thursday, November 23, 2000 1:02 PM Subject: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutun léna
Ágætu netverjar,
um leið og ég sendi ykkur slóð á drög að nýjum reglum um úthlutun léna undir .is langar mig að fylgja drögum úr hlaði með nokkrum orðum.
Við samningu nýrra reglna hefur stjórn ISNIC m.a. litið til þess að um er að ræða þjóðarlén og því ætlað til notkunar af íslendingum umfram aðra. Stjórnin hefur þá haft til hliðsjónar ábendingar sem fram hafa komið á póstlista domain@lists.isnet.is
Meðfylgjandi drög voru samþykkt efnislega af stjórn ISNIC 20. nóvember s.l.; þau hafa verið yfirfarin og lagfærð hvað orðalag snertir síðan. Stefnt er að nýjar reglur taki gildi 1. desember n.k.
Vandasamt er að semja reglur þannig að ekki sé unnt að túlka þær á fleiri en einn máta. Þetta er þó væntanlega veganesti sem reglusmiðir fara af stað með. Það er von stjórnar ISNIC að meðfylgjandi drög séu skýr og túlkunaratriði sem fæst. Með birtingu draga nú fylgir sú ósk að netverjar gaumgæfi texta og sendi athugasemdir á póstlistann ef tilefni þykir til.
Nýjar reglum eru í mörgu frábrugðnar reglum sem í gildi eru nú. Of langt mál væri að koma að öllum breytingum en þær helstu eru þessar:
a) skilgreiningar fylgja nú reglum. Vert er að benda sérstaklega skilgreiningu á "rétthafa" og "stjórnunarlegum tengilið"
b) í kafla um umsókn um lén er greint á milli íslenskra umsækjenda og erlendra. Eins og sjá má er erlendum umsækjendum þrengri skorður settar en innlendum umsækjendum enda um þjóðarlén að ræða.
c) reglur um ferli varðandi úthlutun léna eru í megindráttum óbreyttar frá þeim sem nú gilda utan þess að rétthafa er nú skylt að hlýta úrskurði sérstakrar úrskurðarnefndar léna í kærumálum.
d) í kafla um tæknilega uppsetning léna er að finna nýtt skilyrði er varðar skráningu nafnaþjóna.
e) í köflum um breytingu á vistun léna og umskráningu er sérstaklega bent á að beiðni um slíkar breytingar verða að koma frá stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur ekki farið fram á þessar breytingar beint til ISNIC.
f) í kafla um greiðslur léngjalda er nýmæli að greiða þarf gjöld fyrirfram.
g) í kafla um brottfall léna er sérstaklega bent á að lén er afmáð í framhaldi af greiðslufalli árgjalda.
h) kaflar 9-11 fjalla um úrskurðarnefnd léna. Úrskurðarnefnd er nýmæli. Við reglusmíð hefur verið stuðst við sambærilegar erlendar reglur en reynt að gæta þess að valdsvið nefndarinnar sé ekki ótakmarkað.
i) ábyrgð ISNIC er tíunduð í 12. kafla.
j) tvö bráðabirgðaákvæði eru tiltekin. Það fyrra þarfnast ekki skýringa. Hið síðara er ætlað bæði ISNIC og viðskiptavinum enda eðlilegt að í einhverjum tilfellum þurfi aðlögunartíma að breyttum greiðslumáta.
Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu atriðum er varða breytingar frá núverandi reglum um skráningu og úthlutun léna. Regluverkið allt þarf að skoða í samhengi til að fá heildarmynd af nýju umhverfi sem reglurnar skapa.
Sjá drög að nýjum reglum: http://www.isnic.is/is/reglur.html
Kveðja, Helgi
-- Helgi Jonsson, Director hjons@isnic.is
Internet Iceland - ISNiC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is
--- David S. Geirsson Linux system administrator and PHP programmer tux@islandia.is (354)-5576791
Ég verð að vera ósammála ykkur í þessu, þar sem sá sem skrásetur vörumerki, t.a.m. Íslensk upplýsingatækni, er auðvitað að því til að vernda notkunarrétt sinn á nafninu. Hann gerir það til þess að enginn annar auglýsi vöru eða vinnu undir nafninu Íslensk upplýsingatækni á opinberum vettvangi, og mér þykir það sama eiga að gilda um lénaskráningar - lén eru, eins og allir vita, gríðarlegur auglýsingamáttur og fyrirtækjum mikilvæg. Frá sjónarhóli þeirra sem eiga skrásett vörumerki er hrein og bein firra að einhver skuli skrá lén (í þessu tilfelli islenskupplysingataekni.is) og ætla sér að nota það til kynningar á vöru eða þjónustu. Skráning vörumerkja ætti í raun og veru að ná yfir skráningu léna, en um það er ekki enn getið í lögum sem fjalla um eignarrétt á skráðum vörumerkjum. Til þess að stemma stigu við þessu finnst mér að t.a.m. mætti hafa þá reglu í heiðri að skriflegt leyfi eiganda vörumerkis yrði að liggja fyrir, skyldi aðili annar en eigandi vörumerkis sækja um lén sem ber augljósa skírskotun í skráð vörumerki. Að ég skuli skrá lénið cocacola.is er að sjálfsögðu ekki eðlileg framkvæmd, þar sem ég er að nýta mér þekkt vörumerki og áhrifamátt lénsins til eigin framdráttar. Ég endurtek því að mér finnst eðlilegt að sett verði sú regla að skyldi einhver ætla að skrá lén sem ber skírskotun í skráð vörumerki annars aðila, skuli skriflegt samþykki eiganda vörumerkisins liggja fyrir, ellegar verði umsókninni hafnað. kveðja, Erling Ormar // erling.ormar.vignisson // íslensk.upplýsingatækni // erling@islensk.is <mailto:erling@islensk.is> // 899 7418 && 430 2208
-----Original Message----- From: owner-domain@lists.isnet.is [mailto:owner-domain@lists.isnet.is]On Behalf Of Andmann Sent: 27. nóvember 2000 12:08 To: domain@lists.isnet.is Subject: Re: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutu n léna
Ég er sammála Leifi í þessu.... lénaskráningar eiga alls ekki að tengjast vörumerkjum eða öðru slíku að mínu mati, og ætti þess vegna alls ekki að vera svoleiðis að það sé hægt að kæra fyrirtæki fyrir að skrá lén sem er þá jafnvel kannski alls ekki ætlað til þess, heldur túlkaði vörumerkiseigandinn það bara svoleiðis. Þetta er hættulegt svæði, og finnst mér að það ætti að taka þessa reglu út með öllu.
Mér líst mjög vel á þessar breytingar og tel ég þær vera til framfara. Hinsvegar: ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén.
mér finnst ekkert athugavert að í samkeppnismarkaði séu þeir verðlaunaðir sem eru fyrri til í að skrá lén á sínu sviði og ætti ekki að passa uppá þá sem seinir eru til með því að hafa opnun á rök sem þessum. Ég sé ekki tilgang þessara reglu. Gæti einhver útskýrt hana?
Kv. Leifur A. Haraldsson.
----- Original Message ----- From: "Helgi Jonsson" <hjons@isnet.is> To: <domain@lists.isnet.is> Cc: <isnic-s@isnic.is>; <isnic@isnic.is> Sent: Thursday, November 23, 2000 1:02 PM Subject: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutun léna
Ágætu netverjar,
um leið og ég sendi ykkur slóð á drög að nýjum reglum um úthlutun léna undir .is langar mig að fylgja drögum úr hlaði með nokkrum orðum.
Við samningu nýrra reglna hefur stjórn ISNIC m.a. litið til þess að um er að ræða þjóðarlén og því ætlað til notkunar af íslendingum umfram aðra. Stjórnin hefur þá haft til hliðsjónar ábendingar sem fram hafa komið á póstlista domain@lists.isnet.is
Meðfylgjandi drög voru samþykkt efnislega af stjórn ISNIC 20. nóvember s.l.; þau hafa verið yfirfarin og lagfærð hvað orðalag snertir síðan. Stefnt er að nýjar reglur taki gildi 1. desember n.k.
Vandasamt er að semja reglur þannig að ekki sé unnt að túlka þær á fleiri en einn máta. Þetta er þó væntanlega veganesti sem reglusmiðir fara af stað með. Það er von stjórnar ISNIC að meðfylgjandi drög séu skýr og túlkunaratriði sem fæst. Með birtingu draga nú fylgir sú ósk að netverjar gaumgæfi texta og sendi athugasemdir á póstlistann ef tilefni þykir til.
Nýjar reglum eru í mörgu frábrugðnar reglum sem í gildi eru nú. Of langt mál væri að koma að öllum breytingum en þær helstu eru þessar:
a) skilgreiningar fylgja nú reglum. Vert er að benda sérstaklega skilgreiningu á "rétthafa" og "stjórnunarlegum tengilið"
b) í kafla um umsókn um lén er greint á milli íslenskra umsækjenda og erlendra. Eins og sjá má er erlendum umsækjendum þrengri skorður settar en innlendum umsækjendum enda um þjóðarlén að ræða.
c) reglur um ferli varðandi úthlutun léna eru í megindráttum óbreyttar frá þeim sem nú gilda utan þess að rétthafa er nú skylt að hlýta úrskurði sérstakrar úrskurðarnefndar léna í kærumálum.
d) í kafla um tæknilega uppsetning léna er að finna nýtt skilyrði er varðar skráningu nafnaþjóna.
e) í köflum um breytingu á vistun léna og umskráningu er sérstaklega bent á að beiðni um slíkar breytingar verða að koma frá stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur ekki farið fram á þessar breytingar beint til ISNIC.
f) í kafla um greiðslur léngjalda er nýmæli að greiða þarf gjöld fyrirfram.
g) í kafla um brottfall léna er sérstaklega bent á að lén er afmáð í framhaldi af greiðslufalli árgjalda.
h) kaflar 9-11 fjalla um úrskurðarnefnd léna. Úrskurðarnefnd er nýmæli. Við reglusmíð hefur verið stuðst við sambærilegar erlendar reglur en reynt að gæta þess að valdsvið nefndarinnar sé ekki ótakmarkað.
i) ábyrgð ISNIC er tíunduð í 12. kafla.
j) tvö bráðabirgðaákvæði eru tiltekin. Það fyrra þarfnast ekki skýringa. Hið síðara er ætlað bæði ISNIC og viðskiptavinum enda eðlilegt að í einhverjum tilfellum þurfi aðlögunartíma að breyttum greiðslumáta.
Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu atriðum er varða breytingar frá núverandi reglum um skráningu og úthlutun léna. Regluverkið allt þarf að skoða í samhengi til að fá heildarmynd af nýju umhverfi sem reglurnar skapa.
Sjá drög að nýjum reglum: http://www.isnic.is/is/reglur.html
Kveðja, Helgi
-- Helgi Jonsson, Director hjons@isnic.is
Internet Iceland - ISNiC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is
--- David S. Geirsson Linux system administrator and PHP programmer tux@islandia.is (354)-5576791
Sælir
Frá sjónarhóli þeirra sem eiga skrásett vörumerki er hrein og bein firra að einhver skuli skrá lén (í þessu tilfelli islenskupplysingataekni.is) og ætla sér að nota það til kynningar á vöru eða þjónustu.
Ég er ekki að tala um þetta atvik. Það er: i) lén er eins og skrásett vörumerki sem orðmerki hjá Einkaleyfastofu og vörumerki hafi verið skráð áður en léni var úthlutað og --> þessu er ég sammála, ég er að tala um að hér er verið að opna fyrir hindrum á samkeppni að taka kannski öll lén er viðkoma tölvum, t.d. tolvur.is, prentkaplar.is, prentarar.is o.s.frv. og hér er samkeppni í gangi. Af þessum sökum vantar mig útskýringu á þessari reglu: ii) lén hafi verið skráð í þeim eina tilgangi að hindra samkeppnisaðila í að skrá sama lén. kv. Leifur A. Haraldsson
participants (5)
-
Andmann
-
Bjarni Runar Einarsson
-
Erling Ormar Vignisson
-
Helgi Jonsson
-
Leifur A. Haraldsson