RE: [Domain] Séríslenskir stafir í lénanöfnum undir .is
Sælir félagar Þessi umræða snýst fyrst og fremst um verð á lénum og verðlagningu vegna séríslensku stafanna. Það væri því gott að fá svör og skoðanir frá fulltrúa ISNIC sem hefur með verð að gera. Klippt úr fyrri skeytum......
hvað það á að kosta er mér alveg sama ... ég hef ekkert um verðskrá ISNIC að segja ..
Ágúst
Ágúst, Þann 03. desember 2003, ritaði Ágúst Guðmundsson eitthvað á þessa leið:
Þessi umræða snýst fyrst og fremst um verð á lénum og verðlagningu vegna séríslensku stafanna.
Ég taldi að þessi umræða væri um það hvort og hvernig fólki fyndist að ISNIC ætti að innleiða séríslenska stafi í úthlutun léna en ekki hvort breyta ætti gjaldskrá ISNIC.
Það væri því gott að fá svör og skoðanir frá fulltrúa ISNIC sem hefur með verð að gera.
Varðandi skoðanir mínar þá hef ég fullan rétt á að viðra þær á þessum lista eins og allir aðrir sem skráðir eru á hann algerlega óháð því hvar þeir vinna. Ef ég skil þig rétt þá er þín skoðun sú að þú vilt ekki að ISNIC úthluti lénum með séríslenskum stöfum nema með breytingum á gjaldskránni? Endilega leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál. Reyndar er ég sjálfur á móti því að úthluta lénum með séríslenskum stöfum a.m.k. að svo stöddu þar sem því mun fylgja ógrynni af tæknilegum vandræðum fyrir notendur sem og aðra þar sem næstum enginn hugbúnaður er tilbúinn fyrir þessa breytingu og mun það bara valda endalausu hugarangri fyrir alla. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
participants (2)
-
Olafur Osvaldsson
-
Ágúst Guðmundsson