RE: [Domain] Séríslenskir stafir í lénanöfnum undir .is
Góðan daginn. Ég held að sú tillaga að leyfa þeim sem fyrir eiga lén að skrá sambærileg lén með séríslenskum stöfum áður en "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" reglan verður tekin upp sé mjög góð og eðlileg. Var hins vegar að velta fyrir mér kostnaðinum af þessu á svipuðum nótum og Bjarni. Og áttaði mig á því að mögulegar umritanir nafna eftir reglunum: a <=> á, d <=> ð, e <=> é, i <=> í, o <=> ó, u <=> ú, y <=> ý, th <=> þ, ae <=> æ, o <=> ö geta orðið margar þó svo þær myndi ekki allar íslensk orð. Vil því stinga upp á eftirfarandi reglu varðandi gjaldtökuna: ---------------------------------------------------------------------------- --------- Ef að sami rétthafinn kaupir fleiri en eitt lén sem eru umritanir hvort af öðru milli íslenska og enska stafrófsins greiðir hann venjulegt gjald af fyrsta léninu en fær umtalsverðan afslátt af öllum gjöldum hinna lénaafbrigðanna gegn því að skráningarupplýsingar allra lénanna verði alltaf eins í skrám isnic. ---------------------------------------------------------------------------- --------- Þannig gæti aðili sem t.d. ætti lénið sogin.is keypt eitt eða fleiri eftirtalinna léna með umtalsverðum afslætti sogín.is sógin.is sógín.is sögin.is <= vænlegasti kosturinn. sögín.is Slíkur afsláttur myndi hugsanlega letja menn frá lénabraski þar sem kostnaður þriðja aðila við að kaupa stök lénaafbrigði væri mun meiri heldur en fyrir þann sem fyrir ætti lén fyrir og vildi eignast afbrigði af því léni með séríslenskum stöfum. Hversu líklegt er að upptöku séríslenskra stafa fylgi lénabrask vil ég samt ekki segja til um. Til að geta réttlætt slíkan afslátt þyrfti isnic væntanlega að aðlaga sín kerfi þannig að hægt væri að gera breytingar á skráningu slíks lénahóps í einni aðgerð svo ekki þyrfti að margskrá breytingar fyrir hvert og eitt lén. Hversu mikill ætti slíkur afsláttur að vera? 50-90% ? Ef ég gef mér þær forsendur að slíkur afsláttur væri 90%, þannig að rétthafi þyrfti ekki að greiða nema 10% af venjulegu gjaldi fyrir viðbótar lénaafbrigði og ég væri haldinn alvarlegu ofsóknarbrjálæði og hefði fengið það verkefni í hendurnar að skrá íslenskt lén fyir Hið íslenska þjóðvinafélag þá myndi ég að sjálfsögðu skrá eftirfarandi lén thjodvinafelagid.is þjóðvinafélagið.is og ÖLL hin 766 afbrigðin sem hægt er að búa til !!! Þá þyrfti ég AÐEINS að greiða tæplega 78-falt gjald sem er augljóslega mun sanngjarnara heldur en að ég þyrfti að greiða 768-falt gjald !!! :) Kveðja, Haukur Kristófer Bragason
-----Original Message----- From: Bjarni Thor Gylfason [mailto:btg@veidi.is] Sent: 28. nóvember 2003 00:52 To: 'Marius Olafsson'; domain@lists.isnic.is Subject: RE: [Domain] Séríslenskir stafir í lénanöfnum undir .is
Heil & sæl,
Þann 1. okt. 2003 klukkan 21:38 reit Marius Olafsson:
Ágætu félagar Eins og menn vita hafa lén verið skráð frá upphafi í mjög.... <klipp><klipp><klipp>..
(3) Hvernig á að hefja þessa úthlutun? Skiptar skoðanir eru á því hjá þeim sem undirbúa að taka upp þjóðleg lén um hvernig skuli standa að þvi að byrja úthlutun. Í grunninn eru tveir möguleikar;
a að skrá þessi lénum á nákvæmlega sama hátt og við skráum lén í dag þ.e. "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" eða
b að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa hefðu gjarnan viljað fá þau *með* íslenskum stöfum ef þeim hefði staðið það til boða.
c) að viðurkenna þá staðreynd að þeir sem upphaflega sóttu um lén án íslenskra stafa, njóti þess að fá lénið skráð með íslenskum stöfum sér að kostnaðarlausu óski þeir eftir því innan 6 mánaða frá gildistöku.
d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Bara mín 5 cent....
Kv, - Bjarni Þór
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
Haukur, Þann 28. nóvember 2003, ritaði Haukur K. Bragason eitthvað á þessa leið:
Var hins vegar að velta fyrir mér kostnaðinum af þessu á svipuðum nótum og Bjarni. Og áttaði mig á því að mögulegar umritanir nafna eftir reglunum: a <=> á, d <=> ð, e <=> é, i <=> í, o <=> ó, u <=> ú, y <=> ý, th <=> þ, ae <=> æ, o <=> ö geta orðið margar þó svo þær myndi ekki allar íslensk orð.
Vil því stinga upp á eftirfarandi reglu varðandi gjaldtökuna: ---------------------------------------------------------------------------- --------- Ef að sami rétthafinn kaupir fleiri en eitt lén sem eru umritanir hvort af öðru milli íslenska og enska stafrófsins greiðir hann venjulegt gjald af fyrsta léninu en fær umtalsverðan afslátt af öllum gjöldum hinna lénaafbrigðanna gegn því að skráningarupplýsingar allra lénanna verði alltaf eins í skrám isnic. ---------------------------------------------------------------------------- ---------
Þannig gæti aðili sem t.d. ætti lénið
sogin.is
keypt eitt eða fleiri eftirtalinna léna með umtalsverðum afslætti
sogín.is sógin.is sógín.is sögin.is <= vænlegasti kosturinn. sögín.is
Slíkur afsláttur myndi hugsanlega letja menn frá lénabraski þar sem kostnaður þriðja aðila við að kaupa stök lénaafbrigði væri mun meiri heldur en fyrir þann sem fyrir ætti lén fyrir og vildi eignast afbrigði af því léni með séríslenskum stöfum. Hversu líklegt er að upptöku séríslenskra stafa fylgi lénabrask vil ég samt ekki segja til um.
Til að geta réttlætt slíkan afslátt þyrfti isnic væntanlega að aðlaga sín kerfi þannig að hægt væri að gera breytingar á skráningu slíks lénahóps í einni aðgerð svo ekki þyrfti að margskrá breytingar fyrir hvert og eitt lén.
Hversu mikill ætti slíkur afsláttur að vera? 50-90% ?
Ef ég gef mér þær forsendur að slíkur afsláttur væri 90%, þannig að rétthafi þyrfti ekki að greiða nema 10% af venjulegu gjaldi fyrir viðbótar lénaafbrigði og ég væri haldinn alvarlegu ofsóknarbrjálæði og hefði fengið það verkefni í hendurnar að skrá íslenskt lén fyir Hið íslenska þjóðvinafélag þá myndi ég að sjálfsögðu skrá eftirfarandi lén
thjodvinafelagid.is þjóðvinafélagið.is
og ÖLL hin 766 afbrigðin sem hægt er að búa til !!! Þá þyrfti ég AÐEINS að greiða tæplega 78-falt gjald sem er augljóslega mun sanngjarnara heldur en að ég þyrfti að greiða 768-falt gjald !!! :)
Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta útí hött, hvaða heilvita manni myndi detta í hug að fara að skrá allar þessar útgáfur af léni? Ef einhver skráði lénið thjodvinafelagid.is þá var hann að öllum líkindum að skrá útgáfu af einhverju orði, í þessu tilviki þjóðvinafélagið.is og afhverju hann ætti að vilja skrá allar mögulegar útgáfur af þessu með íslenskum stöfum get ég ekki skilið, hann græðir ekkert á því jafnvel þó það væri ókeypis. Ég er sjálfur á þeirri skoðun að upphaflega tillagan sé skárst, þ.e. að bjóða þeim sem eru með eitthvað lén skráð að fá skráð á sömu kennitölu lén sem breytist beint yfir í það sem var áður skráð, hvað það á að kosta er mér alveg sama. Með þessu þá getur fólk skráð þá útgáfu sem það hafði breytt úr upphaflega án þess að hafa áhyggjur af fyrstur kemur fyrstur fær. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
participants (2)
-
Haukur K. Bragason
-
Olafur Osvaldsson