RE: Spurning varðandi reglur
Ég veit þetta kemur seint... Mig langar að skipta aðeins um gír og hugsa um eitt. Nú þegar verið er að vinna að t.d. reglugerðum um Internetið hjá ESB sem hefur óbeint áhrif á lagasetningu á Íslandi held ég að það sé skynsamt að kynna okkur nánar hvað þeir setja fram með lén. Eigum við ekki líka að kanna hvort að íslensk stjórnvöld ráðgeri nánari lagasetningar um Internetið. RE: Spurningar varðandi reglur frá Óla. ccTLD voru held ég ekki ætluð neinum öðrum en lögaðilum innann hvers lands. Ég tel óskynsamlegt að leyfa útlendum lögaðilum að skrá lén hér á landi nema þeir reki hér útibú samanber skattalög eða hafi hér umboðsmann (sem getur t.d. verið dreifingaraðili á vöru þeirra). Vegna þess að internetið er ínternatjónal (á góðri íslensku) finnst mér ekki að hefðbundin lög um vörumerki eigi ekki þar við. Ég tel að fyrstur kemur, fyrstur fær sér príma regla fyrir skráningu á lénum. Ég tel hinsvegar að takmarka eigi skráningu léna, ekkert mál sé að skrá t.d. nafn lögaðila, styttingu á því, en að skila þurfi greinargerð ef lénið á ekki augljóslega skylt við lögaðilan. Tel ég að þetta sporni gegn þessum leiðindarottum á netinu sem safna lénum í von um gróða. Mig minnir að einu sinni fyrir langa löngu hafi verið regla eitthvað á þá leið á á hverju léni yrði að vera virk heimasíða og jafnvel hvort hún hafi ekki líka átt að vera á íslensku. Ættum við ekki að taka þá reglu upp. Léni er úthlutað til bráðabirgða, X lengi, og á þeim tíma er umsóknin birt á póstlista sem þessum, þar sem menn geta andmælt henni, og eftir að sá tími líður ætti að vera komin upp heimasíða tengd því léni. Eitthvað með viti, ekki neitt þetta er til sölu. Síðan er jafnvel pæling, til að sporna gegn óbeinni söluléna að frysta lén eftir afskráningu í X langan tíma. NSI.com gerir það víst að einhverju leyti. Að úthluta ekki léni strax, heldur að birta það á póstlista sem þessum (ásamt upplýsingum um hver sækir um og greinargerð [sem gefur kannski ekki upp milljón króna business planið]), er nákvæmlega eins og Einkaleyfastofa gerir, gefur mönnum kost á að andmæla ef þeir telja á sér brotið. Ef að menn fylgjast ekki með, eru þeir ekki með! P.S: Venjulega dugar að hóta málsókn til að fá menn til að skipta um nafn/etc.. ef að maður telur þá brjóta á vörumerki sínu. P.P.S: Mér finnst núverandi skráning á frettir.is rosalega loðin... Don't Flame Me! (TM) en Gestur@islandssimi.is... vinnur þú ekki hjá Íslandssíma!? :) Þetta voru seinustu 2 aurarirnir mínir, afsakið stafsetningarvillurnar mínar. Kær kveðja, Hreinn Jónasson Beck
Sæll, Svör og comment eru neðar. Þann 11. October 2000, ritaði Hreinn Jónasson Beck [NetLausnir ehf.] eitthvað á þessa leið:
Ég veit þetta kemur seint...
Mig langar að skipta aðeins um gír og hugsa um eitt. Nú þegar verið er að vinna að t.d. reglugerðum um Internetið hjá ESB sem hefur óbeint áhrif á lagasetningu á Íslandi held ég að það sé skynsamt að kynna okkur nánar hvað þeir setja fram með lén. Eigum við ekki líka að kanna hvort að íslensk stjórnvöld ráðgeri nánari lagasetningar um Internetið.
RE: Spurningar varðandi reglur frá Óla.
ccTLD voru held ég ekki ætluð neinum öðrum en lögaðilum innann hvers lands. Ég tel óskynsamlegt að leyfa útlendum lögaðilum að skrá lén hér á landi nema þeir reki hér útibú samanber skattalög eða hafi hér umboðsmann (sem getur t.d. verið dreifingaraðili á vöru þeirra).
Vegna þess að internetið er ínternatjónal (á góðri íslensku) finnst mér ekki að hefðbundin lög um vörumerki eigi ekki þar við. Ég tel að fyrstur kemur, fyrstur fær sér príma regla fyrir skráningu á lénum.
Ég tel hinsvegar að takmarka eigi skráningu léna, ekkert mál sé að skrá t.d. nafn lögaðila, styttingu á því, en að skila þurfi greinargerð ef lénið á ekki augljóslega skylt við lögaðilan. Tel ég að þetta sporni gegn þessum leiðindarottum á netinu sem safna lénum í von um gróða.
Þetta er nú það sem ég lagði fyrst fyrir þennan hóp.
Mig minnir að einu sinni fyrir langa löngu hafi verið regla eitthvað á þá leið á á hverju léni yrði að vera virk heimasíða og jafnvel hvort hún hafi ekki líka átt að vera á íslensku. Ættum við ekki að taka þá reglu upp. Léni er úthlutað til bráðabirgða, X lengi, og á þeim tíma er umsóknin birt á póstlista sem þessum, þar sem menn geta andmælt henni, og eftir að sá tími líður ætti að vera komin upp heimasíða tengd því léni. Eitthvað með viti, ekki neitt þetta er til sölu.
Vefur er langt frá því að vera það sem allir ætla að nota lén í.
Síðan er jafnvel pæling, til að sporna gegn óbeinni söluléna að frysta lén eftir afskráningu í X langan tíma. NSI.com gerir það víst að einhverju leyti.
Þetta er eitthvað sem ég myndi vilja gera.
Að úthluta ekki léni strax, heldur að birta það á póstlista sem þessum (ásamt upplýsingum um hver sækir um og greinargerð [sem gefur kannski ekki upp milljón króna business planið]), er nákvæmlega eins og Einkaleyfastofa gerir, gefur mönnum kost á að andmæla ef þeir telja á sér brotið.
Þetta myndi tefja úthlutun léna gífurlega og auka handvirka vinnslu hjá okkur til muna, sem er eitt af því sem verið er að reyna að draga úr.
Ef að menn fylgjast ekki með, eru þeir ekki með!
P.S: Venjulega dugar að hóta málsókn til að fá menn til að skipta um nafn/etc.. ef að maður telur þá brjóta á vörumerki sínu.
Hefur lítið dugað á þessa sem eru að stela lénum hér heima.
P.P.S: Mér finnst núverandi skráning á frettir.is rosalega loðin... Don't Flame Me! (TM) en Gestur@islandssimi.is... vinnur þú ekki hjá Íslandssíma!? :)
Ég leyfi mér að túlka þetta þannig að þú sért að commenta á þetta þar sem Íslandssími er meirihlutaeigandi Internet á Íslandi... Þó hann sé starfsmaður þar þá hefur hann ekkert með lénaúthlutun eða mál Internet á Íslandi að gera, og vona ég að fólk sé ekki að tengja fyrirtækin svo sterkt saman þegar þau eru ekki rekin þannig.
Þetta voru seinustu 2 aurarirnir mínir, afsakið stafsetningarvillurnar mínar.
Þær falla í skugga fyrir mínum...
Kær kveðja,
Hreinn Jónasson Beck
Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
ccTLD voru held ég ekki ætluð neinum öðrum en lögaðilum innann hvers lands. Ég tel óskynsamlegt að leyfa útlendum lögaðilum að skrá lén hér á landi nema þeir reki hér útibú samanber skattalög eða hafi hér umboðsmann (sem getur t.d. verið dreifingaraðili á vöru þeirra).
Ekki eru í gildi kröfur um það að ccTLD séu lokuð öðrum en þegnum þess lands sem rótarlénið tilheyrir, en mörg lönd Evrópu hafa valið þá leið, aðalega til að einfalda úrlausn deilumála um lén. Í raun skilgreina menn nú tvenns konar landslén (ccTLD), "opin" (þ.e þau sem lofa hverjum sem er að skrá nöfn) og lokuð (eins og .is/.se/.fi/.no og mörg fleiri). Þau opnu eiga nú í nokkurum vanda þar ICANN kann að gera til þeirra sömu kröfur og verið er að setja upp fyrir almennu rótarlénin .com/.org/.net - og flokka þau í sama hóp, fjárhagslega og stjórnunarlega.
Ég tel að fyrstur kemur, fyrstur fær sér príma regla fyrir skráningu á lénum.
Þetta er og verður, óhjákvæmilega, aðalreglan..
Ég tel hinsvegar að takmarka eigi skráningu léna, ekkert mál sé að skrá t.d. nafn lögaðila, styttingu á því, en að skila þurfi greinargerð ef lénið á ekki augljóslega skylt við lögaðilan. Tel ég að þetta sporni gegn þessum leiðindarottum á netinu sem safna lénum í von um gróða.
Reynsla okkar af þessu hefur verið sú að í raun þýðir þetta að menn geta fengið hvaða lén sem er. "Greinargerðin" þar að vera metin af ISNiC, og slíkar matsaðgerðir þurfum við að losna alveg við. Þessar ritgerðir geta líka verið mjög skrautlegar: "Ástæða þess að ég sækji um lénið abcd.is er að ég ætla að opna vefsíðuna www.abcd.is á netinu og selja auglýsingar" :-) Því virðist ástæðulaust að krefjast slíkra greinargerða.
Mig minnir að einu sinni fyrir langa löngu hafi verið regla eitthvað á þá leið á á hverju léni yrði að vera virk heimasíða og jafnvel hvort hún hafi ekki líka átt að vera á íslensku. Ættum við ekki að taka þá reglu upp.
Nei, slíkar reglur hafa aldrei verið við líði (Lénum var úthlutað löngu aður en menn fóru að nota vefinn). Hér er þó krafist að lén sé uppsett og í lagi á nafnaþjónum áður en því er úthlutað.
Léni er úthlutað til bráðabirgða, X lengi, og á þeim tíma er umsóknin birt á póstlista sem þessum, þar sem menn geta andmælt henni, og eftir að sá tími líður ætti að vera komin upp heimasíða tengd því léni. Eitthvað með viti, ekki neitt þetta er til sölu.
Síðan er jafnvel pæling, til að sporna gegn óbeinni söluléna að frysta lén eftir afskráningu í X langan tíma. NSI.com gerir það víst að einhverju leyti.
Að úthluta ekki léni strax, heldur að birta það á póstlista sem þessum (ásamt upplýsingum um hver sækir um og greinargerð [sem gefur kannski ekki upp milljón króna business planið]), er nákvæmlega eins og Einkaleyfastofa gerir, gefur mönnum kost á að andmæla ef þeir telja á sér brotið.
Þessu tel ég vera betur borgið með því að koma upp skilvirkri kærunefnd sem tekið gæti fljótt og vel á kvörtunum sem kunna að koma upp. (Slíkum nefndum er verið að koma upp hjá mörgum landslénum og eru nauðsynlegar ef reglur eru rýmkaðar). Sjálfsagt er fyrir okkur að nýta smæðina og veita seinum íslendingum þann möguleika að geta stofnað lén hratt og örugglega, að geta leiðrétt bilanir og villur án tafa o.s.frv. (við erum jú oftast að gera hlutina á síðustu stundu). -- Marius
participants (3)
-
Hreinn Jónasson Beck [NetLausnir ehf.]
-
Marius Olafsson
-
Olafur Osvaldsson