Sælir félagar, Vegna athugunar sem við erum að gera á SPAM sendingum frá vefhotel.com þar sem mögulega voru notuð tölvupóstföng úr whois grunni ISNIC langar mig til að óska eftir smá upplýsingum frá þeim sem lentu í að fá þetta sorp. Gott væri ef þið gætuð sent mér hlutfallið milli fjölda .is léna sem þið hýsið þ.e. hversu mörg þeirra fengu SPAMið og hversu mörg ekki. Hér er headerinn af því spami sem kom til mín og þar ættuð þið að geta fundið þær addressur sem þetta kom frá. =============================================================================== Return-Path: <vefhotel@top40s.biz> Received: from s15123011.rootmaster.info (top40s.biz [217.160.176.138]) by amun.isnic.is (8.12.9/8.12.9/isnic) with ESMTP id h3PDmltd004344 for <oli@isnic.is>; Fri, 25 Apr 2003 13:48:48 GMT (envelope-from vefhotel@top40s.biz) Received: from top40s.biz (p508B0549.dip0.t-ipconnect.de [80.139.5.73]) (authenticated (0 bits)) by s15123011.rootmaster.info (8.11.6/8.11.6) with ESMTP id h3PDlkZ00890 for <oli@isnic.is>; Fri, 25 Apr 2003 15:47:47 +0200 Message-Id: <200304251347.h3PDlkZ00890@s15123011.rootmaster.info> From: VefHotel.com@s15123011.rootmaster.info To: oli@isnic.is@s15123011.rootmaster.info Subject: Ert þú að borga of mikið? Date: 25 Apr 2003 15:47:52 +0200 =============================================================================== Þetta má senda á mig beint þar sem ekki er nauðsynlegt að þessar upplýsingar fari á listana. Mínar persónulegu aðgerðir varðandi þetta er að senda Lögreglustjóranum í Reykjavík erindi þar sem ég óska eftir að gefin verði út kæra á hendur Hauki Vagnssyni vegna brota á lögum um Húsgöngu- og fjarsölusamninga. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
Jæja, í fljótu bragði virðist mér þetta vera ljóst að hann hafi notað addressur úr whois grunni okkar til að gera þetta en að sanna það verður eitthvað erfiðara. Mér virðist sem hann hafi skannað yfir öll lén sem ekki eru hýst á eigin nafnaþjónum, semsagt í hýsingu annarstaðar, og sent einn póst á stjórnunarlegan tengilið lénsins. En málinu er ekki lokið og mun ég láta vita á gurus listanum hvernig þetta heldur áfram að þróast, það er víst óþarfi að vera að senda þetta á báða listana. ;) /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is
participants (1)
-
Olafur Osvaldsson