Skráning léna með séríslenskum stöfum undir .is
Ágætu félagar. Bara að minna ykkur á morgun 1. júlí 2004 byrjar ISNIC að taka við skráningu lénnafna sem innihalda séríslenska stafi. Fram til 31. desember 2004 hafa aðilar sem þegar hafa skráð lén forgang á skráningu léna með séríslenska stafi samanber bráðabirgðaákvæði 14 í reglum um úthlutun .IS léna. Sjá <http://www.isnic.is/domain/rules.php#14.> Athuga ber að nöfn með séríslenska stafi hefur enn sem komið er *mjög takmörkuð* not. Ástæðan er sú að enn vantar stuðning við slík sértákn í almennan hugbúnað sem notendur nota við netsamskipti. Til dæmis er ekki hægt að nota séríslenska stafi í netföng og þar með erfiðleikum bundið að senda eða taka á móti tölvupósti ef séríslensk tákn koma fyrir í lénnafnshluta netfangs. Spurning um íslenska stafi í lénanöfnum sé næstum jafngömul skráningu .IS léna hér á landi en skráning hófst árið 1986. Ekki var unnt að skrá lén með séríslenska stafi í nöfnum þar sem staðla um það hvernig það skuli gert vantaði. Uppúr 1999 hófst vinna við slíka staðla á vegum IETF og lauk þeirri vinnu snemma árs 2003, með birtingu þriggja RFC staðla sem skilgreina hvernig tæknilega skuli staðið að þessari skráningu, RFC3090, RFC3091 og RFC3092. Sjá <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3490.txt> <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3491.txt> <http://ftp.rhnet.is/pub/rfc/rfc3492.txt> Sem dæmi um skráningu léns með séríslenska stafi í nafni, þá hefur verið skráð lénið 'ísnic.is' (sem í raun er skráð sem 'xn--snic-upa.is' í DNS). Menn geta prófað að fletta þvi upp til að sjá hvernig skráning þess lítur út, bæði í DNS og í rétthafaskrá ISNIC. Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband við hostmaster@isnic.is -- Marius Olafsson ISNIC ltd. http://www.isnic.is Taeknigardi +354 525 4747 Dunhaga 5 marius@isnic.is Reykjavik ICELAND
participants (1)
-
Marius Olafsson