Tillögur að breytingum á skráningarreglum .IS léna -- niðurstaða
Ágætu félagar, Þar sem ekki hafa komið neinar athugasemdir gegn breytingartillögum þeim sem ykkur voru sendar til umsagnar þann 10 nóvember sl. lítum við svo á að menn séu ánægðir og munum breyta skráningarreglum til samræmis þann 7. janúar 2005. Ekki er búið að ákveða dagsetningu gildistöku á rýmkun reglna um skráningu á vegum erlendra aðila en við lítum svo á að menn séu samþykkir því að rýmka þetta, og munum tilkynna þá breytingu síðar. Eftirfarandi breytingar á skráningarreglum verða því gerðar, og taka gildi frá og með 7 janúar 2005. ------------------------------------------------------------------------
1. Tengiliður rétthafa þarf ekki að vera einstaklingur (þ.e. getur verið "role object").
2.1. Almennt Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni gengur frá greiðslu á stofngjaldi léns og sækir síðan um lénið á vef ISNIC. Umsækjandi skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi lögaðila í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns verður að hafa íslenskt ríkisfang. verði 2.1. Almennt Umsækjandi sem óskar eftir að fá úthlutað léni gengur frá greiðslu á stofngjaldi léns og sækir síðan um lénið á vef ISNIC. Umsækjandi skal hafa hæfi til þess að skuldbinda sig eða viðkomandi lögaðila í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tengiliður rétthafa léns verður að vera íslenskur lögaðili.
2. Rýmkaðar reglur um hvaða tengiliðir mega breyta upplýsingum um lén. Tengilið vegna nafnaþjóna verði leyft að breyta nafnaþjónum léns (þ.e. flytja lén).
Við kafla 5 bætist grein 5.1 sem hljóði svona: 5.1 Skráður þjónustuaðili getur breytt vistun léna sem hann vistar.
4. Skráðir vistunaraðilar geti tilkynnt ISNIC að þeir hafi hætt þjónustu við lén, og þar með farið fram á lokun þess. Þar með bætist við þriðja ástæða lokunar léns.
Við kafla 8 bætist grein 8.6 Ef þjónustuaðili tilkynnir ISNIC að hann sé hættur þjónustu við ákveðið lén, þá mun ISNIC loka viðkomandi léni, svo fremi að lénið hafi verið tekið niður af nafnaþjónum þjónustuaðila.
5 Frestur rétthafa léna, sem ekki er haldið við tæknilega, til að bæta úr áður en léni er lokað er breytt úr 14 dögum í 60.
Í grein 8.3 breytist "Sé viðvörun ekki sinnt innan 14 daga frá sendingu er léni lokað." í "Sé viðvörun ekki sinnt innan 60 daga frá sendingu er léni lokað." -- Marius Olafsson ISNIC ltd. http://www.isnic.is Taeknigardi +354 525 4747 Dunhaga 5 marius@isnic.is Reykjavik ICELAND
participants (1)
-
Marius Olafsson