Uppfærðar reglur ISNIC um lénaskráningar
Ágæta áhugafólk um reglur ISNIC um lénaskráningar undir landshöfuðléninu .is. Vorið 2021 samþykkti Alþingi í fyrsta sinn sérstök lög um íslensk landshöfuðlén, lög nr. 54/2021. Þær byggja öðru fremur á áratuga gömlum reglum ISNIC um lénaskráningar. Starfsfólk ISNIC, ásamt tveimur sérfræðingum, hefur nú lokið vinnu við að uppfæra reglurnar m.t.t. til laganna sérstaklega og breytinga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Engar mikilvægar efnislegar breytingar sem eru íþyngjandi fyrir hinn almenna rétthafa léna hafa þó átt sér stað, sem er vel. Uppsetning reglnanna hefur verið breytt til móts við lögin og orðalag stytt og snyrt. Vinsamlega lesið yfir og sendið okkur athugasemdir, eða ábendingar, ef einhverjar eru. Fyrirhugað er að reglurnar taki gildi eftir að stjórn ISNIC hefur afgreitt þær á fundi sínum í lok apríl 2022. Með kveðju, Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC.
Hæ hæ, Eftir umræðu innan ISNIC og við lögfræðing þá er komin fram tillaga að breyttri 14. gr: ISNIC er heimilt að loka léni á grundvelli rangrar eða ófullnægjandi skráningar, sbr. a-lið 1. mgr. 10. gr. laga um íslensk landshöfuðlén. ISNIC lokar lénum á grundvelli rangrar eða ófullnægjandi skráningar í eftirfarandi tilfellum: 1. Skráningarupplýsingar léns í rétthafaskrá eru bersýnilega rangar eða ófullnægjandi. 2. Rétthafi verður ekki við kröfu ISNIC um gögn til að sannreyna skráningarupplýsingar skv. 12. gr. 3. Rétthafa tekst ekki að sýna fram á réttmæti skráningar með gögnum samkvæmt kröfu ISNIC. Kveðja Axel On 2022-02-16 14:09, Jens P. Jensen wrote:
Ágæta áhugafólk um reglur ISNIC um lénaskráningar undir landshöfuðléninu .is.
Vorið 2021 samþykkti Alþingi í fyrsta sinn sérstök lög um íslensk landshöfuðlén, lög nr. 54/2021. Þær byggja öðru fremur á áratuga gömlum reglum ISNIC um lénaskráningar. Starfsfólk ISNIC, ásamt tveimur sérfræðingum, hefur nú lokið vinnu við að uppfæra reglurnar m.t.t. til laganna sérstaklega og breytinga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Engar mikilvægar efnislegar breytingar sem eru íþyngjandi fyrir hinn almenna rétthafa léna hafa þó átt sér stað, sem er vel. Uppsetning reglnanna hefur verið breytt til móts við lögin og orðalag stytt og snyrt.
Vinsamlega lesið yfir og sendið okkur athugasemdir, eða ábendingar, ef einhverjar eru. Fyrirhugað er að reglurnar taki gildi eftir að stjórn ISNIC hefur afgreitt þær á fundi sínum í lok apríl 2022.
Með kveðju,
Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC.
_______________________________________________ Domain mailing list -- domain@lists.isnic.is To unsubscribe send an email to domain-leave@lists.isnic.is
participants (2)
-
Axel Tómasson
-
Jens P. Jensen