27 Nov
2000
27 Nov
'00
2:36 p.m.
Ákvæðin sem menn hafa rætt svo ákaflega hér á listanum í dag eru starfsreglur fyrir úrskurðarnefnd, en hún er úrræði til að skera úr ágreiningi á skemmri og væntanlega kostnaðarminni hátt en að fara dómstólaleiðina. Allavega er engin leið að leggja á herðar ISNIC eitthvert dómarahlutverk.
En hver er skoðun ykkar á því að ISNIC ákveður hvernig manna skuli nefndina. Að mínu mati á ISNIC á engann hátt að skipta sér af þessu. Gerðardómur er ódýr og einföld lausn (svo er mér sagt) fyrir þau ágreiningsmál sem gætu komið upp í þessum málum. Hér væri um algerlega óháða aðila að ræða og ekki einhverja sem ISNIC útnefnir. Eða hvað finnst ykkur? Kveðja, Leifur A. Haraldsson