Þann 2000-12-08, 22:57:42 (+0000) skrifaði Marius Olafsson:
Það væri afskaplega misráðið af ISNIC að fara að skipta sér af nethegðun þeirra sem fá skráð lén undir .IS, það er hlutverk netþjónustuaðila að setja slíkar reglur. Það væri í raun andstætt anda þeirra skilmála sem ccTLD vinnur undir (RFC1591). Væru slíkar reglur í gildi hér á landi, væru lén allra stærri netþjónustuaðila horfin :-).
OK, bara að spá. :-) Mér finnst þessi hugmynd mín þó ekkert mikið heimskulegri en ákvæðið í nýjum úthlutunarreglum þar sem ISNIC áskilur sér rétt til að krefja menn um bætur fyrir óskilgreint tjón sem notkun léns getur valdið ISNIC. Var því ákvæði breytt, eða stendur það enn? Ég fékk engin svör við bréfinu þar sem ég benti á þetta, og er enn forvitinn hvernig í ósköpunum þið getið réttlætt það. (off-topic blaðr um ruslpóstinn fylgir hér á eftir)
Ég var að velta fyrir mér, hvernig ætlar ISnet að bregðast við ruslpóstinum sem var að koma frá halo.is í vikunni? Þetta er klárt brot á notkunarskilmálum sem þeir hafa skrifað undir.
Almenna reglan á ISnet hefur hingað til verið að fara fram á lokun auglýstrar heimasíðu og lokun netfangs þess sem sent er frá, ef um fyrsta brot er að ræða. Ì þessu tilfelli var sæst á áberandi afsökunarbeiðni á uppgefinni heimasíðu í stað lokunar.
Nú? Ég fór á www.theyr.is rétt í þessu og sá enga afsökunarbeiðni, bara veðurupplýsingar og bannera sem voru á fullu að auglýsa og skapa tekjur hjá þeim. Afsökunarbeiðnin birtist bara þegar ég skoðaði nákvæmlega síðuna sem var auglýst (ekki www.theyr.is). Ásamt auglýsingum. Mér finnst þetta voðalega lítilvæg "refsing", og niðurstaðan er semsagt sú að auglýsingin sem þeir sendu út skilaði settum árangri - þeir fá fólk til að skoða síðuna, nú vita allir af þeim og þeir græða banneratekjur á fullu. :-/ En þetta er svosem ekki rétti vettvangurinn til að tuða um það. Þið eruð þó stærðargráðu skárri en eigendur ykkar Íslandssími, sem vísvitandi hýsir spammara (á isl.is) og hundsar kvartanir frá fórnarlömbunum... -- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@netverjar.is -><- http://bre.klaki.net/ Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/