Daginn,

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið (HVÍN) hefur sent inn frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, lögum um íslensk landhöfuðlén og lögum um Fjarskiptastofu (fjarskiptanet, skráning o.fl.).

Í frumvarpinu er meðal annars hert á kröfum um hvaða upplýsingum skuli safnað um rétthafa léna og fært í lög hvernig þær upplýsingar skuli sannreyndar.

Umsagnir um frumvarpið má sjá hér: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/154/205/?ltg=154&mnr=205
Minnisblað frá HVÍN um umsagnirnar má sjá hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1131.pdf

Augljóst er af umsögn HVÍN að ekkert tillit er tekið til sjónarmiða ISNIC og 1984 við frumvarpið, einungis er tekið undir sjónarmið FST um nauðsyn á stórauknum kröfum um skráningarupplýsingar léna.

.einar
ISNIC