Daginn,
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið (HVÍN) hefur sent inn frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, lögum um íslensk landhöfuðlén og lögum um Fjarskiptastofu (fjarskiptanet, skráning o.fl.).
Í frumvarpinu er meðal annars hert á kröfum um hvaða upplýsingum skuli safnað um rétthafa léna og fært í lög hvernig þær upplýsingar skuli sannreyndar.
Augljóst er af umsögn HVÍN að ekkert tillit er tekið til sjónarmiða ISNIC og 1984 við frumvarpið, einungis er tekið undir sjónarmið FST um nauðsyn á stórauknum kröfum um skráningarupplýsingar léna.
.einar
ISNIC