Sælir, Ég tek undir orð Guðbjarnar um registry-registrar fyrirkomulag. Það er alveg ljóst að samkeppni vantar á þennan markað og internetveitunum er fyllilega treystandi fyrir sölu léna. Hvað varðar umræður Ólafs og Guðbjarnar um samkeppni þá langar mig að skjóta því inn að samkeppni snýst ekki einungis um verð heldur einnig þjónustu og möguleika. Leyfi ég mér þar að benda á þróun verðs og þjónustu á farsímamarkaði en mínútuverð lækkaði gífurlega fyrst um sinn þegar nýir aðilar komu á markað en hefur lítið lækkað síðustu ár. Þjónustan aftur á móti hefur stóraukist síðustu ár og möguleikar viðskiptavina á hinum ýmsu þjónustuliðum margfaldast. Um nýskráningu léna tek ég einnig undir orð Guðbjarnar. Nema fólk sé vel læst á tölvu er nýskráningarferlið afar torskilið. Einnig er ótrúlegt að ekki sé hægt að kaupa lén og greiða fyrir það með kreditkorti. Aðrar athugasemdir mínar má finna í samhengi hér að neðan en ég er sammála þeim breytingatillögum sem Ólafur hefur lagt fram. Það er virkilega gaman að sjá þá viðskiptalegu þróun sem er að eiga sér stað hjá Isnic. Olafur Osvaldsson wrote:
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Nýir eigendur og starfsmenn hafa hug á að gera nokkrar breytingar á þjónustu ISNIC, en viljum endilega heyra ykkar álit á þessum breytingum áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Fyrsta breytingin sem við ætlum að ráðast í er upptaka á biðsvæði fyrir lén. Það hefur lengi staðið til að ISNIC bjóði rétthöfum að skrá lénið tímabundið á "biðsvæði" þar til menn hafa valið sér vistunaraðila. Í reglum ISNIC nr. 1.1.15. um Biðsvæði segir: "Biðsvæði merkir að rétthafi hafi skráð lén með tæknilegum formerkjum en hefur ekki aðgang að því að neinu leyti, svo sem tölvupóstaðgang eða uppsetningu á vef."
Nauðsynlegar tæknilegar breytingar vegna þessa hafa verið framkvæmdar og nú leitum við eftir áliti netverja. Þetta yrði góð þjónusta við viðskiptavini. Auðveldar til muna og flýtir fyrir kaupferli léna.
Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html
(b) Kröfum um uppsetningu á MX færslum .is léna aflétt.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Sammála hér. Þetta eru óþarfa höft.
4. Hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna. Það er ekki lengur réttlætanlegt að tilkynna um þetta fyrirfram, menn geta haft ýmsar ástæður fyrir því að skrá lén, án þess að það sé strax tilkynnt utan ISNIC.
Sem áhugamanni um viðskipti hefur mér alltaf fundist gaman að komast á snoðir um markaðsherferðir og vörumerki í þessum tilkynningum en auðvitað eiga þessar upplýsingar ekki að liggja á glámbekk. -- Ólafur Örn Nielsen Morgunblaðið / mbl.is Netfang: oli@mbl.is Símar: 669-1168 / 569-1168