Ég sé ekki hvers vegna er nauðsynlegt að læsa tengiliðum léns, það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að breyta þurfi tengiliðum, eða öðrum upplýsingum léns á 6+ mánaða tímabili alveg óháð kærumálum sem í gangi eru.
Rétt hjá þér. Það er enginn ástæða til að banna útskiptingu á tengiliðum (á textanum mátti jafnvel skilja að læsing væri á upplýsingum um tengiliðina sjálfa -- en það var ekki ætlunin).
Þar sem stefnan virðist að leyfa hvort eð er breytingar á nafnaþjónum og þar af leiðandi tengilið vistunaraðila er þá ekki nær að læsa einungis kennitölunni og/eða nafni rétthafa lénsins og leyfa breytingar á öllu öðru, enda sé það vísun í rétthafa lénsins en ekki tengiliðir, símanúmer eða heimilisföng?
Rétt -- eini tilgangurinn er að koma í veg fyrir rétthafabreytingu (umskráningu) meðan á læsingu stendur, ekkert annað, og því er nóg að læsa léninu m.t.t. þess.. Þökkum kærlega ábendinguna, munum uppfæra tillöguna m.v. þetta. -- Marius