25 Apr
2003
25 Apr
'03
6:29 p.m.
Nú hef ég lúmskan grun um að Vefhótel.com hafi plægt sig í gegnum allan Whois grunninn fyrir .is Ég er búinn að fá tvær ábendingar um þetta í dag frá lénseigendum sem eru með lén í hýsingu hjá mér, og þegar ég grepaði From netfangið úr maillog sýndist mér í fljótu bragði að þeir hafi sent á skráð netföng allra léna sem ég er með í hýsingu. Í skilmálum Isnic segir: "Blátt bann liggur við notkun upplýsinga úr rétthafaskrá eða af vefsíðum ISNIC til fjöldasendinga, í auglýsingaskyni eða til sambærilegra nota og má búast við lögsókn ef brot eiga sér stað. " Ber Isnic sig eftir því að reyna að sanna hvort þetta hafi átt sér stað ? -- Veigar Freyr Jökulsson veigar@tviund.is