Sælir, Svavar Lúthersson, Sun, Feb 27, 2005 at 06:25:54PM -0000 :
Sælir aftur,
"Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?" - Var að tala um þessi "custom" netföng önnur en postmaster.
"Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang." - Það sem mér finnst pirrandi er þegar aðilarnir gera það ekki. Hvað er svona erfitt við að stofna postmaster netfang fyrir lénið sem að forwardar síðan póstinum á alla viðkomandi starfsmenn? Þá þarf engu að breyta í whois, Isnic eða öðrum samskiptaleiðum þegar einhver nýr tekur við stöðunni, eingöngu breyta forwardinu á póstþjóninum þegar þarf. Hversu
Stendur umræðan um postmaster netfang fyrir lén sem veita póstþjónustu eða önnur lén? Mér sýndist umræðan byrja í þeim sem hafa ekki póstþjónustu en síðan þróast út í hitt. Netfangið postmaster@lén er netfang sem krafist er að lén sem veita póstþjónustu hafi, samkv. RFC 822. Mér finnst þetta mjög eðlileg krafa.
margir eru með það á áætlun sinni að líta yfir whois upplýsingar og breyta þeim ef þörf er á, þegar þeir taka við nýrri stöðu í fyrirtæki? T.d. eru netföngin abuse, www og hostmaster í víðri notkun og ég held að þau reynist ágætlega. Það tekur miklu styttri tíma að breyta forwardi á netfangi en að breyta t.d. whois upplýsingum, vefupplýsingum, tilkynningar til annara starfsmanna og svo framvegis.
"Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess." - Whois er fínt ef að það væri alltaf breytt (sjá að ofan). En þarna var ég að hugsa um sparnaðinn fyrir þig ef þú værir að búa til nýja zone skrá og
Þetta lítur út eins og allt önnur umræða. :) Ég er sammála GSH í því að Whois sé fínt í þetta. En þetta kemur umræðunni um postmaster lítið við?
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt
Ef ég skildi fyrsta skeyti GSH rétt var hann að setja upp lén sem veitir ekki póstþjónustu. Í því tilfelli finnst mér óeðlilegt að sú krafa sé gerð að lénið geti tekið við pósti á postmaster@lén, af þeirri einföldu ástæðu að ekki er um neina póstþjónustu að ræða til að svara fyrir. Á sama hátt væri óeðlilegt að krefjast þess að lén sem rekur ekki vefþjónustu svari webmaster@lén, eða aðili sem hafi ekki IRC þjón svari ircadm@lén. -- Kristófer Sigurðsson | Tel: +354 525 4103 / MSN: ks@rhi.hi.is Netsérfr./Network specialist | Reiknistofnun HÍ/University of Iceland