Það sést best á því hversu oft ISnet hafa sjálfir beygt þær og úthlutað mönnum lén sem stangast á við þau.
INTIS úthlutar ekki lénum sem stangast á við þessar reglur, eins og þær eru á hverjum tíma. Það er ekki sniðugt að halda slíku fram á lista sem þessum.
Það sést líka á því hvað er búið að stofna mörg svokölluð "áhugamannafélög" til þess eins að geta skráð lén.
Þau voru aðalega stofnuð þegar einstaklingum var ekki leyft að skrá lén. Úthlutanir léna til þessara félaga voru í full samræmi við úthlutunarreglur.
Eina .is lénið mitt (molar.is) er ekki í samræmi við skilyrði 1.2 á http://www.isnet.is/is/dom-skraning.html. Ég sá ekki ástæðu til að stofna "áhugamannafélag um lénið molar.is", og IntÍs skildu það alveg.
Enda var það óþarfi þar sem því var úthlutað til einstaklingsins Bjarna Runars Einarssonar, á grundvelli greinagerðar um fyrirhugaða starfsemi fullkomlega í samræmi við úthlutunarreglur þegar því var úthlutað.
Er "Linux á Íslandi" með kennitölu? Já En freebsd.is? Já En frettir.is? Já
Til eru fleiri dæmi.
Nei, svo er ekki. -- skil ekki af hverju þú ert að fullyrða það? -- Marius