Sælir, Þann 07. september 2000, ritaði Ágúst Guðmundsson eitthvað á þessa leið:
Þetta er rétt með Tölvumiðlun og tm.is. Af þeirri reynslu sem ég hef af þessum málum m.a. fyrir dómsstólum :-) styð ég að Intís hafi einfaldar og almennar reglur um úthlutun léna.
Mitt mat er að Intís eigi að hafa einhvern hátt á þar sem umsækjandi skýrir rétt sinn til viðkomandi léns.
Hvaða aðferðum myndir þú beita til að gefa fólki kost á þessu, mér sýnist að greinargerðarleiðin sé einni skársta hugmyndin sem komið hefur fram til þessa.
Það er síðan fyrstur kemur fyrstur fær þegar fleiri en einn geta sýnt fram á þennan rétt. Ef einhver telur rétt sinn brotinn við úthlutun eru hæg heimatök (en dýr) að sækja réttinn fyrir dómsstólum.
Intís þarf að fara varlega í úrskurði/dómarasæti en mér þykir þetta hafa gengið ágætlega með núverandi reglum. Ekkert er þó að því að bæta þær þannig að þær verði skýrari.
Vörumerki eru skrítið fyrirbæri. Vörumerki eru skráð í flokka og geta fjöldi aðila átt vörumerki t.d. TM í mismunandi skráningarflokkum. Það getur t.d. munað í stílfærslu leturs eða stafa sem greinir á milli merkjanna. Vörumerkjaskráning er ekki neitt sérstök lausn, en líklega það besta sem við höfum núna ef ekki er hægt að sýna fram á réttinn með fyrirtækisnafni, vöruheiti.
Myndi það ekki einfalda hlutina eitthvað ef þeir sem ætluðu að skrá lén byggt á vörumerki yrðu að vera með orðmerki sem þegar væri skráð og sleppa þessum vörumerkjaumsóknum sem hafa verið í gangi undanfarið?
Ágúst ag@tm.is
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is