Sælir, Þann 05. september 2000, ritaði Baldur Kristjánsson eitthvað á þessa leið:
Af hverju ættu útlendingar EKKI að fá að skrá .is domain? Ég sé engin haldbær rök fyrir því.
Auðvitað ættu erlendir aðilar með starfssemi hér að geta skráð lén, en mér finnst sjálfssagt að það sé gert þannig að þeir þurfi að hafa íslenska kennitölu eða umboðsmann hér sem myndi þá skrá lénið fyrir sig. Þetta gera þeir erlendu aðilar sem vilja skrá lén undir .is í dag.
Besti mælikvarðinn fyrir okkur er auðvitað að hugsa með okkur hvort okkur fyndist sanngjarnt eða ósanngjarnt að mega ekki fá úthlutað domainum annarra landa, t.d. .se eða .de. Mörg íslensk fyrirtæki á sviði e-commerce hafa beinan hag af því að hafa ákveðna starfsemi undir heitinu starfsemi.útland, og ættu að mínu mati að mega gera það óheft, þ.e. án þess að þurfa að skrá domainið sem slíkt á einhvern erlendan aðila.
Eins gætu útlendingar séð sér hag í því að opna hér "local" vefi með hvers kyns þjónustu, undir brandinu starfsemi.is, án þess að því fylgdi sú kvöð að opna "physical" útibú hér á landi eða þurfa að fara í samstarf við áþekkan aðila hérna heima.
Til lengri tíma litið myndi ég sumsé telja að öll höft á úthlutun domain-nafna (önnur en sjálfsagðar reglur sem vernda réttindi á borð við vörumerkjarétt) hafi slæm áhrif á þróunina í e-commerce-geiranum, sem er á það mikilli fleygiferð að hún má alls ekki við þeim. Við höfum séð svipað gerast með aðrar atvinnugreinar, þar sem höft gagnvart milliríkjaviðskiptum hafa skaðað bæði framleiðendur og neytendur.
Hvaða leið sérð þú fýsilegasta til að vernda réttindi á borð við vörumerkjarétt, ekki er hægt að ætlast til að við flettum upp í vörumerkjaskrá fyrir hvert og eitt domain...ætti að setja upp nefnd eins og Leifur stakk uppá eða láta rétthafana sækja þetta sjálfir fyrir dómstólum eins og er í dag?
Kveðja, Baldur
-----Original Message-----
Fullt klippt í burtu <<<
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is