Daginn Eftirfarandi var að berast okkur frá hostmaster@isnic.is --------------8<---------------------------------------------------------------- Ágæti viðskiptavinur. Varðar: Umsókn um lénið XXXXXXXXXX.is Því miður hefur okkur ekki verið unnt að afgreiða umsókn þína um lénið XXXXXXXXXX.is vegna galla í uppsetningu léns á skráðum nafnaþjónum og/eða vegna þess að stofngjald er ógreitt, eða aðrir vankantar eru á umsókn (sjá hér að neðan). Upplýsingar um tæknilegar kröfur á uppsetningu léna eru á <http://www.isnic.is/domain/req.php> og upplýsingar um gjaldskrá og greiðslur á <http://www.isnic.is/payments> Eftirfarandi vankantar eru á XXXXXXXXXX.is: ========================================================================= Uppgefið NIC-Auðkenni stjórnunarlegs tengiliðs (XXXX-IS) er óvirkt. Uppgefið NIC-Auðkenni tæknilegs tengiliðs (XXXX-IS) er óvirkt. ========================================================================= Hafi þetta ekki verið lagfært þann 7. apríl 2003 mun umsókninni verða hafnað. Athugið að þegar umsókn hefur verið hafnað þá telst hún ógild og verður því að senda inn nýja. --------------8<---------------------------------------------------------------- Þetta er í kjölfarið á breytingu sem verið var að gera, sem skýrt er að hluta á frétt á www.isnic.is: --------------8<---------------------------------------------------------------- 2. apríl 2003-Áríðandi upplýsingar vegna nýskráninga léna Athugið að þeir tengiliðir sem stofnaðir eru samkvæmt upplýsingum á umsóknum verða að fylgja leiðbeiningum sem koma í tölvupósti til að setja lykilorð á aðganginn. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt mun það tefja úthlutun léns og mögulega verða til þess að umsókninni sé hafnað. --------------8<---------------------------------------------------------------- Mig langaði að forvitnast um hvort listamönnum þyki þetta ekki aðeins of mikið maus -- að hver sá sem sækir um lén þurfi nú að fara að "virkja aðganginn sinn", sem hann á í flestum tilfellum ekkert eftir að nota næsta árið. Það sem netþjónustuaðilarnir hafa verið að reyna að gera er að auðvelda þeim sem eru að sækja um lén ferlið -- að þeir tali við einn aðila sem græjar þetta (samanber að greiðandi sé netþjónustan). Þessi breyting er að mínu mati algjörlega á skjön við það. Persónulega sé ég ekki vandamál við að nota einhvern random password generator og að það lykilorð sé sent til tengiliðarins. Hvað finnst ykkur? Kveðja, Tolli -- Þórhallur Hálfdánarson tolli@margmidlun.is Kerfisstjóri / Netstjóri - MInet Margmiðlun hf. www.mi.is Sími: 575-7078 Fax: 575-7001 Tölvupóstur þessi er frá Margmiðlun hf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Fyrirvara og leiðbeiningar til viðtakenda tölvupósts frá Margmiðlun hf. er að finna á vefsíðunni http://www.mi.is/fyrirvari/