Tillaga um nýja reglu (regla er ekki til í núverandi reglum):
1.1.16
Skilyrt uppsögn á léni
Skilyrt uppsögn felur í sér beiðni um umskráningu til nýs aðila. Við uppsögn þarf kennitala nýs aðila að koma fram. Nýr aðili verður að sækja um lénið innan tveggja daga frá því að skilyrt uppsögn berst til ISNIC. Komi ekki umsókn um lénið innan tilskilins frests er uppsögn ógild og lén áfram skráð á fyrri aðila.
*** Þessi er mjög tímabær, ef ég skil þetta rétt er þá verið að auðvelda þeim sem vilja færa lén á milli aðila að framkvæma það og þ.a.l. selja það?
Tillaga:
2.2.2. Engin takmörk eru á fjölda léna sem innlendur umsækjandi getur skráð í sínu nafni.
*** Mjög svo í takt við nútímann, mér líst mjög vel á þetta. Enda enginn ástæða til að hafa 15 á mann. Að öllu jöfnu sýnist mér isnic vera að þróast í rétta átt og sé ég ekkert athugavert við þessar breytingar. Með kveðju, Leifur A. Haraldsson