Sælir, Þann 10. desember reit Olafur Osvaldsson:
Haukur, Þann 10. desember 2003, ritaði Haukur K. Bragason eitthvað á þessa leið: <klipp> Kannski vill einhver skrá fleira en eitt afbrigði þó ég myndi ekki gera það, ég hef alltaf álitið að lénið sem fólk skráði eins og t.d. jolaljos.is sé bara afbrigði af einu léni, í þessu tilviki jólaljós.is og finnst mér persónulega allt í lagi að veita afslátt af þeirri skráningu en get því miður bara ekki séð rökin fyrir hinum tveim skráningunum, ef fólk vill endilega fara útí svoleiðis þá má það alveg borga fyrir það.
Mér sýnist Isnic standa frammi fyrir tveimur kostum. Leyfa lénaskráningar með séríslenskum stöfum og fá kvartanir vegna kostnaðarauka. Leyfa EKKI lénaskráningar með séríslenskum stöfum og fá kvartanir vegna takmarkaðrar þjónustu. Ég held að rétt sé að velja fyrri kostinn og taka upp skráningar með
séríslenskum stöfum og að þær úthlutunarreglur sem stungið hefur verið uppá séu góðar. Þegar ákveðið hefur verið að bjóða upp á þessa nýju
þjónustu finnst mér eðlilegt að ræða kosnaðinn sem af því hlýst.
Ég er sammála þér þar.
Er um nokkuð annað að ræða?
Vil því ítreka þá hugmynd að veita afslátt á viðbótarlénum gegn því að skráningarupplýsingar væru eins fyrir bæði/öll lénin.
Þarna hefði ég viljað sjá "viðbótarléni" :-)
Þætti vænt um að fá viðbrögð frá starfsmönnum Isnic hvor þetta sé tæknilega fýsilegt að þeirra mati. Þ.e.a.s. hvort hægt væri að aðlaga þeirra kerfi og vinnubrögð þannig að uppfæra mætti skráningu fleiri en eins léns í einu sem væri forsenda þess að veita afslátt skv. þeirri
hugmynd sem ég kastaði fram.
Okkar kerfi er nú hannað með það fyrir augum að hvert lén standi eitt og sér en ekki hluti af einhverri grúppu, ég sé fram á að þetta sem þú biður um myndi valda því að ISNIC þyrfti að gera töluverðar breytingar á sínu kerfi sem yrðu aldrei tilbúnar fyrir þá dagsetningu sem lögð hefur verið fram hér. (1. júlí 2004)
Að hafa grunnlén eins og þau eru skráð í dag, án séríslenskra stafa (bokhlada.is), og allt annað aliasa á viðkomandi lén, er það mikil og dýr útfærsla? <klipp>
Ég held að samanburður á kostnaði við íslensk lén og erlend sé tæplega raunhæfur, og slíkri umræðu eigi að halda aðskildri frá þeirri umræðu hvort og hvernig eigi að taka upp séríslenska stafi í lénanöfnum. Finnst samt eðlilegt að ræða kostnaðaraukann í samhengi við breytingarnar.
Sammála...
Ég get verið sammála ykkur þessu að sumu leiti. Mér sýnist sem svo að ISNIC hafi sagt að það sé að fara út í þetta vegna þess að það hafi ekki annarra kosta völ, þar sem verið er að fara að taka samskonar skráningar upp í öðrum löndum. Þannig að í raun er ekki verið að ræða "hvort", heldur "hvernig". Og í "hvernig" pakkanum, er að finna lið eins og kostnað, og annan lið sem ég myndi vilja kalla "rétthafi", ásamt öllum þeim liðum sem koma að tæknilegri útfærslu. Í "rétthafa" liðnum, þá vilja menn eðlilega vita, hvort þeir þurfi að fara út í það að versla sér hin og þessi lén, til að koma í veg fyrir það að t.d. samkeppnisaðilar eða aðrir sem vilja koma höggi á viðkomandi skrái lén viðkomandi með séríslenskum stöfum etc. Í "kostnaðar" liðnum, þá þurfa menn eðlilega að velta fyrir sér þeim kostnaði sem kann að skapast. Ég hef ekki áhyggjur af því að bonus.is hafi t.d. ekki ráð á því að versla sér bónus.is. Hef meiri áhyggjur af einstaklingum og smáum félögum sem hafa lagt út í mikinn kostnað á lénum. Legg því til að tillaga mín um að grunnskráning sé lén án séríslenskra stafa, og að allt umfram það sé alias. Og fyrir hvern alias greiðist eingreiðsla eða að hámarki 10% af árgjaldi grunn lénsins. Mig undrar jafnframt, hversu lítil þáttaka hefur verið um þessi mál á þessum lista.
Af gefnu tilefni langar mig að taka fram að ég hef ekkert með gjaldskrá ISNIC að segja og tjái mínar persónulegu skoðanir á þessum póstlista. /Óli
Það sama á við um mig ;-) Kv, - Bjarni Þór