Sæl öll Ég vil nota tækifærið og þakka Intís fyrir vetfang til þess að koma á framfæri skoðunum um úthutun léna á Íslandi. Mín skoðun er sú að útlhlutun verði að vera frjáls og óheft. Séu aðilar tilbúnir til þess að greiða uppsett verð fyrir skráningu á léni, á að vera leyfilegt að skrá öll þau lén sem viðkomandi telur sig hafa þörf fyrir. Rökin sem helst hafa verið nefnd fyrir takmörkun í skráningu léna eru þau helst að hættan á að fjársterkir braskarar komi til með að skrá lén til hægri og vinstri með það fyrir augum að selja þau og græða. Einnig að verndun vörumerkja sé vandamál og snúið. Einfaldar reglur geta dregið úr vandamálum sem skapast vegna þessara ógnana, þannig að ásættanlegt sé að mínu mati. Dæmi. Jón Jónsson sækir um lénið bonus.is og fær. Jóhannes vinur okkar allra áttar sig 2 vikum seinna að einhver verðmæti kunni að liggja í því að verða sér úti um umrætt lén og sækir um. Geti Jón Jónsson sýnt fram á eitthvað sem tengir starfsemi hans við vörumerkið bonus.is, þá heldur hann léninu. Ef Jón getur ekki sýnt fram á þetta samhengi, þá verði hægt að endurúthluta umræddu léni. Hinsvegar er mjög lítið mál að koma sér upp slíkri tengingu við ákveðin vörumerki, það kostar bara nokkra peninga. Verndu vörumerkja er hinsvegar annað mál og gott dæmi um það er aftur Jóhannes stórvinur okkar og bleiki fíllinn. Það er vandamál sem nær langt út fyrir allar úthlutunarreglur Intís og því sé ég ekki að það sé í verkahring Intís að stuðla að einhverju lagaumhverfi í baráttu fyrirtækja í vörumerkjaverndun. Reyndar er alveg óskiljanlegt að ákvörðun um hvort aðilum sé leyfilegt að hljóta skráningu á ákveðnum lénum er alveg úti í hött, þar sem Intís er einungis þjónustufyrirtæki. Það að Intís skuli vera bæði í hlutverki dómsvald og framkvæmdavalds og í þessum hlutverkum yfir höfuð er í hæsta máta mjög óeðlilegt. Úrskurður um slík mál á að vera á hendi opinberra aðila, ef hann á yfir höfuð að vera til. Algert frelsi í þessum málum er að mínu mati það sem kemur til með að skila íslenskum fyrirtækjum mestum ávinningi í þeirri mestu tækniframför sem hefur átt sér stað í íslensku athafnalífi í langan tíma. Kveðja / Best Regards, Halldór Másson ==================================================== Halldór Másson Halldor Masson Kynningastjóri PR Manager Sölu- og markaðsdeild Sales and Marketing dep. Skýrr hf. Ármúla 2 108 Reykjavík, Ísland www.skyrr.is halldorm@skyrr.is v. sími / w. phone : +354-569-5100 GSM: +354 861 7950 fax : +354-569-5251 Þær skoðanir sem fram koma í þessum tölvupósti eru einkaskoðanir viðkomandi sendanda en eru ekki skoðanir Skýrr, nema það sé sérstaklega tekið fram. Any views expressed in this message are those of the individual sender, except where the sender specifically states them to be the views of Skýrr.