Sælt listafólk. Ég er sammála Óla um að það ætti ekki að fara of höstugt í þetta. Nýtt skipulag rótarléna er eitthvað sem þarf að skipuleggja mjög vel og hafa skilgreint áður en farið er ú í það. En þetta skilur auðvitað eftir spurninguna "Hver væri tilgangurinn með því að taka þau upp?", sérstaklega þar sem við höfum nú þegar skipulag sem virkar vel. Ég efast um að Íslendingar muni nokkurn tímann sjá kosti þess að slá inn '.ís' eða '.ísland' frekar en '.is'. Einnig er efi um að slíkt væri nothæft fyrir erlenda aðila þar sem þeir þyrftu að breyta lyklaborðsstillingunum til að slá inn íslensk lén og gætu alveg eins notað '.is'. En Íslendingar eru ekki einir í heiminum og þarf auðvitað að íhuga alþjóðleg áhrif þess að IDN væða rótarlénin. Strax dettur mér í hug gagnsemi þess fyrir þau lönd þar sem latneska leturkerfið er ekki ríkjandi eins og Japan, Kína, Rússland og fleiri. En gagnsemi breytinganna er mjög takmarkað í þeim löndum þar sem latneska leturkerfið er notað almennt. Mér dettur annars ekki í hug neitt gagn af því að innleiða slíkar breytingar í íslenska lénakerfið þar til einhver getur bent á þær. Þá þarf einnig að huga að kostnaði og umstangi fyrir þá sem hafa afnot af .is lénum í dag. Ef tekið yrði upp .ís eða .ísland væri réttlátt ef að það myndi virka sem einskonar 'alias' fyrir .is lén, það er, sá sem leigir .is lén ætti um leið að hafa réttinn eða jafnvel fá afnot af þeim 'í kaupbæti' því annars kemur upp sama aðstaðan og með séríslensku lénaheitin þegar þau voru tekin upp. Síðan væri það ruglandi ef einhver ætti t.d. example.ís en ekki example.is eða example.ísland og væri það bara enn ein endingin sem almenningur ætti að gera skil á. Ef það er ekki 'alias' tel ég það ekki þess virði að taka þau upp. Það væri óvitlaust að athuga hvort þjónustuaðilarnir séu betur staddir með IPv6 nafnaþjónana í dag en ef ekki að athuga hvað tefur þá. Ef ISNIC myndi bjóða upp á IPv6 nafnaþjónaskráningu væri hægt að hafa svokallaða hliðarskráningu. Umráðafólk nafnaþjóna gæti bætt við IPv6-tölu við nafnaþjónaskráninguna og væru þá báðar skráðar með því skilyrði auðvitað að báðar IP-tölur leiði á sama nafnaþjón. Kunnátta mín á DNS er samt nokkuð takmörkuð þegar kemur að IPv6. Ef ég hef rétt fyrir mér gæti ISNIC uppfyllt þetta markmið á talsvert skemmri tíma en 12 mánuðum. Netþjónustuaðilarnir sjá litla þörf á því að taka í notkun IPv6 á meðan lítil eftirspurn er eftir þeim möguleika. Því meiri not sem eru fyrir IPv6, því meiri líkur á að Ísland IPv6-væðist sem fyrst. Með kveðju / With regards, Svavar Kjarrval Olafur Osvaldsson wrote:
Sæll,
On 16.5.2008, at 09:40, Bjorn Robertsson wrote:
* Tillögur að IDN væða rótarlénið (þannig að hægt sé að slá t.d. www.intís.ís eða jafnvel www.intís.ísland í vafra og fá upp rétta heimasíðu. Þetta heitir TLD DNAME og væri varanleg breyting. Verkefnið er samt tilraunaverkefni og Japan hefur leitt verkefnið.
Mér finnst þetta ekki tímabært, ISNIC þarf að koma fyrirfram með áætlun um það hvernig þetta á að vera tekið í notkun, þ.e. hvað þetta mun kosta og hvort einhver með lén undir .IS hafi sama rétt til léns undir svona TLD og lénsins sem hann er með undir .IS eða þarf að skrá öll lén uppá nýtt?
* IPv6 - Núverandi uppsetning .is skráningar gerir ekki ráð fyrir IPv6 nafnaþjónum. Spurningin er kannski, ætlar einhver að innleiða IPv6 nafnaþjóna á næstu 12 mánuðum eða næstu 24 mánuðum?
Til þess að hægt sé að setja upp IPv6 þá þarf fyrst að vera byrjað að veita trausta IPv6 þjónustu á Íslandi, það er ekki komið ennþá en spurningin er ekki hvort ISNIC eigi ekki að vera tilbúið áður en til þess kemur. Ég veit ekki betur en undirbúningur að þessu hafi byrjað hjá ISNIC fyrir nokkrum árum en alltaf stoppað á þjónustuaðilum fyrirtækisins sem gátu ekki veitt þessa þjónustu.
/Óli
_______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain