Bjarni, Þann 29. janúar 2004, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
Var komin einhver tímasetning á þessar aðgerðir hjá Isnic? Og þá kannski í framhaldi af því, hefur orðið einhver breyting á því hvernig úthlutun þessara léna verður háttað frá því sem lagt var upp með (og hugsanlegri breytingu á gjaldksrá) eftir 'miklar' umræður hér? ;-)
Eins og kom fram í tillögu okkar og er nú í bráðarbirgðaákvæði í reglum okkar þá mun vera hægt að skrá lén með séríslenskum stöfum þann 1. júlí og mun rétthafi léns sem er stafsett án séríslenskra stafa hafa forgang í sex mánuði, tímabilið 1. júlí 2004 til 31. desember 2004, á skráningu léns með séríslenskum stöfum þar sem er að finna fullkomna vörpun milli léns, stafsett með séríslenskum stöfum, og léns stafsett án séríslenskra stafa, sbr. eftirfarandi töflu: á -> a ð -> d é -> e í -> i ó -> o ú -> u ý -> y þ -> th æ -> ae ö -> o Nánari upplýsingar er að finna í reglum okkar. Við töldum ekki koma fram nein mötmæli sem mæltu gegn því að yfirgangsfasi yrði svona þó komið hefðu fram athugasemdir við gjaldskrá ISNIC sem að okkar mati er þessu máli ótengt. Mig langar til að endurtaka það sem ég hef sagt áður að þessi lén munu ekki koma til með að virka að fullu í endahugbúnaði notenda s.s. vefrápurum og póstforritum þar sem flest öll þessi forrit eru ekki tilbúin fyrir svona lén. /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is