Sæll Ólafur, gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum. Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum. Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það? Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu. mbk, -GSH
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Hverjir eru nýjir eigendur? Ég er ekki að sjá það á heimasíðu ISNic? Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html Sé enga ástæðu til að fella niður kröfuna. Ef þetta er af öryggisástæðum þá ætti ISNic að setja kröfur í samráði við íslenska rekstraraðila um aðgengi að tölfræði upplýsingum þessarra aðila. (c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Er þetta ekki lögfræðilegt frekar en tæknilegt? Tel langbest að hafa sem minnsta eða enga mismunun.