Sæll Ólafur.
-----Original Message----- From: Olafur Osvaldsson [mailto:oli@isnic.is] Sent: 3. desember 2003 15:04 To: Haukur K. Bragason Cc: domain@lists.isnic.is Subject: Re: [Domain] Séríslenskir stafir í lénanöfnum undir .is
...
Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta útí hött, hvaða heilvita manni myndi detta í hug að fara að skrá allar þessar útgáfur af léni?
Dæmið sem ég tók átti augljóslega frekar að vera fáránlegt heldur en skynsamlegt. Það var sett fram til að benda á að hugsanlega væru til aðilar sem vildu skrá fleiri en eitt afbrigði af lénum sínum með séríslenskum stöfum. Og myndu þá þurfa að horfast í augu við enn meiri kostnaðarauka en þann sem að mér heyrist af orðum þínum að þér finnist nægjanlegur til að leyfa ekki lénaskráningar með séríslenskum stöfum að svo stöddu. Mér sýnist Isnic standa frammi fyrir tveimur kostum. Leyfa lénaskráningar með séríslenskum stöfum og fá kvartanir vegna kostnaðarauka. Leyfa EKKI lénaskráningar með séríslenskum stöfum og fá kvartanir vegna takmarkaðrar þjónustu. Ég held að rétt sé að velja fyrri kostinn og taka upp skráningar með séríslenskum stöfum og að þær úthlutunarreglur sem stungið hefur verið uppá séu góðar. Þegar ákveðið hefur verið að bjóða upp á þessa nýju þjónustu finnst mér eðlilegt að ræða kosnaðinn sem af því hlýst. Vil því ítreka þá hugmynd að veita afslátt á viðbótarlénum gegn því að skráningarupplýsingar væru eins fyrir bæði/öll lénin. Þætti vænt um að fá viðbrögð frá starfsmönnum Isnic hvor þetta sé tæknilega fýsilegt að þeirra mati. Þ.e.a.s. hvort hægt væri að aðlaga þeirra kerfi og vinnubrögð þannig að uppfæra mætti skráningu fleiri en eins léns í einu sem væri forsenda þess að veita afslátt skv. þeirri hugmynd sem ég kastaði fram. Slíkt aðlögun myndi augljóslega hafa meiri kostnað í för með sér fyrir Isnic í byrjun, en gæti haft minni kostnaðarauka í för með sér fyrir viðskiptavini. Þetta er væntanlega spurning um það hvernig aukinn kostnaður við innleiðingu séríslenskra stafa skiptist milli Isnic og viðskiptavina þess. Ég held að samanburður á kostnaði við íslensk lén og erlend sé tæplega raunhæfur, og slíkri umræðu eigi að halda aðskildri frá þeirri umræðu hvort og hvernig eigi að taka upp séríslenska stafi í lénanöfnum. Finnst samt eðlilegt að ræða kostnaðaraukann í samhengi við breytingarnar. Bestu kveðjur, Haukur Kristófer Bragason