Hæ krakkar, Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss... Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu. Kristófer Sigurðsson On Monday 15 October 2001 08:58, johann.gunnarsson@fjr.stjr.is wrote:
Helgi, mér finnst þessar breytingar hefðu átt að vera gengnar í gildi fyrir löngu. Það er fagnaðarefni að nú skuli loksins komið að því. Þetta er mitt persónulega álit. Mbk, Jóhann Gunnarsson
Helgi Jonsson <hjons@isnic.is> To: domain@lists.isnic.is Sent by: cc: domain-admin@list Subject: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um s.isnic.is skráningu léna.
11.10.2001 14:02
11. október 2001
Leitað er eftir áliti netsamfélagsins á eftirfarandi tillögum um breytingar á reglum um skráningu léna og stjórnun á léninu .is frá 1. des 2000
Vinsamlega sendið athugasemdir/ábendingar, ef einhverjar eru, á listann.
Með bestu kveðju,
Helgi Jónsson framkvæmdastjóri ISNIC
----
Tillögur um breytingar á reglum:
Skv. gildandi reglum:
1.1.3. Rétthafi
Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi hefur ekki heimild til annarra breytinga á skráningu.
Tillaga:
1.1.3. Rétthafi
Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur einnig lagt lén niður eða framselt það til annars aðila. Rétthafi hefur ekki heimild til að gera aðrar breytingar á skráningu léns en þær sem tilgreinar hafa verið hér.