Sælir, On 12.8.2007, at 12:12, Guðbjörn Sverrir Hreinsson wrote:
gott að Isnic ber þetta undir þennan litla hóp, best væri náttúrulega að gera tilraun til að fá víðfeðmari umræðu og þáttöku, t.d. með því að auglýsa umræðusíðu á heimasíðu ISNic eða myspace.com eða álíka síðum.
Þessi póstlisti hefur alltaf verið notaður fyrir umræðu varðandi breytingar á reglum ISNIC. Eftir helgi mun líka vera sett frétt á heimasíðuna með tilvísun í póstlistann.
Ég hef lítið við tillögurnar að ath. og líst vel á flestar nema eina og set þar athugasemd við sérstaklega að neðan. Ég geri annars ráð fyrir að þetta sé í samræmi við "umboð" ISNic frá ICANN þó best væri náttúrulega að sjá umboð frá íslenskum stjórnvöldum.
Skráning léna undir .IS er skv. ákvörðun IANA/ICANN í samræmi við RFC-1591 og ICP-1 og hafa íslensk stjórnvöld ekki hingað til komið nálægt lénamálum.
Það hefði einnig verið gaman að sjá tillögu um að brjóta .is upp í registry og registrar og efla samkeppni á þessum markaði, ekki er vöntun þar á. Legg það hér með fyrir póstlistalimi hvernig þeim líst á það?
Persónulega finnst mér registry-registrar kerfi of þungt í vöfum fyrir eins lítinn fjölda léna en fyrir ISNIC myndi það þýða mjög mikla hagræðingu í rekstri ef lénafjöldinn eykst. Mér þætti gaman að heyra hvernig það myndi bæta samkeppni, það yrði alltaf eitt registry eftir sem áður og það yrðu alltaf stóru hýsingaraðilarnir sem myndu vera registrar og væri þá ekki eins gott að auðvelda núverandi skráningarferil fyrir þá þannig að þeir gætu skráð lén t.d. með EPP?
Loks væri gaman að sjá breytingar á skráningaraðferðum, þær eru verulega stífar og klaufalegar. Ofangreind tillaga gæti breytt þar miklu.
Hvað er það sem þér finnst stíft og klaufalegt, allar ábendingar eru vel þegnar.
Eins og sumum ykkar er eflaust kunnugt þá skipti Internet á Íslandi hf. um eigendur í vor. Hverjir eru nýjir eigendur? Ég er ekki að sjá það á heimasíðu ISNic?
Tekið af http://www.isnic.is/about/board.php ===================================================== Internet á Íslandi hf., ISNIC, er í eigu um 23 fyrirtækja og einstaklinga; Modernus ehf. er stærsti hluthafinn. Núverandi stjórn félagsins skipa: Tryggvi Karl Eiríksson formaður Ingimundur Sigurpálsson Magnús Soffaníasson Bárður Hreinn Tryggvason Jens Pétur Jensen ===================================================== Satt að segja hef ég ekki hugmynd um hverjir hinir hlutafarnir eru.
Næsta breyting varðar breytingar á tæknilegum kröfum.
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum. Þessi krafa hefur eitthvað takmarkað möguleika á að vista .is lén hjá einstaka erlendum vistunaraðila. Athugið að við niðurfellingu þessarar kröfu fást ekki lengur tölulegar upplýsingar um vélafjölda á "Netinu á Íslandi", sjá http://www.isnic.is/tolur/is-zone-stats.html Sé enga ástæðu til að fella niður kröfuna. Ef þetta er af öryggisástæðum þá ætti ISNic að setja kröfur í samráði við íslenska rekstraraðila um aðgengi að tölfræði upplýsingum þessarra aðila.
Þetta hefur ekkert með öryggisástæður að gera, heldur er að verða æ algengara að erlendir hýsingaraðilar neiti eða kunni ekki að opna fyrir zone-transfer frá okkar neti fyrir .IS lén og stærsta málið nýverið er þegar á annað hundrað lén þurftu að flytja eftir að hýsingaraðilinn Bluehost ákvað að loka á zone-transfer fyrir .IS frá okkar neti án frekari viðvarana.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á. Verði þessi regla afnumin munu erlendir rétthafar geta skráð hvaða .is lén sem er. Athugið að þetta á einnig við um lénasafnara og eykur því líkur á misnotkun. Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa. Er þetta ekki lögfræðilegt frekar en tæknilegt? Tel langbest að hafa sem minnsta eða enga mismunun.
/Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet a Islandi hf. Email: oli@isnic.is Tel: +354 525-5291