Sælir, On Wed, 17 Oct 2001, Bjarni R. Einarsson wrote:
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Ég er sammála því.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ef fólk vill gera þetta í dag þá er það mjög auðvelt eins og sannast þegar maður skoðar þá sem stunda þetta í dag. (Þeir eru til í .is eins og annarstaðar) Eftir reglubreytingar þann 1. des síðastliðinn er aftur á móti komin til úrskurðarnefnd léna sem veitir fólki og fyrirtækjum möguleika á því að ná lénum af svona aðilum utan dómstóla.
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
Hugmynd að stefnubreytingu, ef hún fær ekki stuðning internet samfélagsins þá get ég ekki séð að hún verði að veruleika. Eins og er þá er teljandi á annarri hendi þeir aðilar sem eru með um eða yfir 15 lén skráð, flest allir eru með mikið færri. Þessir aðilar sem eru með of mörg hafa ekki látið reglurnar stoppa sig og skrá sín auka lén núna á aðrar kennitölur og oft kennitölur starfsmanna og hefur þessi fjöldatakmörkun valdið þessum aðilum meiri vandræðum heldur en gagnið sem það á að gera. T.d. er sá möguleiki fyrir hendi að starfsmaður fyrirtækis hætti í fússi og svo kemur í ljós að þessi starfsmaður sé skráður fyrir einu vinsælasta léninu hjá þeim...fyrirtækið hefur engan rétt, fyrverandi starfsmaðurinn getur gert það sem hann vill við lénið enda er hann rétthafi. Ég veit að það að hafa vit fyrir fólki er ekki besta leiðin en stundum verður einhver að hafa vit fyrir þeim. Óli -- Olafur Osvaldsson Systems Administrator Internet Iceland inc. Tel: +354 525-5291 Email: oli@isnic.is