eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Ég veit ekki hvernig þú færð þessa tölu út, samkvæmt gjaldskrá ISNIC er kostnaður við skráningu léns og eitt ár að auki, s.s. 2 ár 20.368 kr. sem gerir u.þ.b. $275 miðað við að dollarinn sé 74 kr. nema ég sé búinn að gleyma hvernig eigi að nota þessa reiknivél :-)
Jamm, ég notaði töluna sem upphaflegur aðili sendi inn en þá var hann nota 10 ár. S.s. samanburðurinn er rangur. Rétt væri (fyrir 2 ár) þar sem .is lén kostar $228. .dk lén kostar $216 .is er 5% dýrara .se lén kostar $67 .is er 340% dýrara .de lén kostar $209 .is er 9% dýrara .jp lén kostar $190 .is er 20% dýrara .co.uk lén kostar $59.95 .is er 380% dýrara .cc lén kostar $60 .is er 380% dýrara .cn lén kostar $94.95 .is er 240% dýrara .com lén kostar $49.95 .is er 456% dýrara .org lén kostar $35 .is er 651% dýrara .us lén kostar $39 .is er 585% dýrara eða að m.t. er .is 307% dýrara. Hér er ekkert miðað við módel eða annan kostnað við hýsingu. Líka væri réttara að skoða muninn á stofngjöldum og síðan árgjöldum.
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Mér finnst áhugavert hvernig þú notar þetta orð "NIC" og verð að forvitnast um hvað þú ert að tala um þegar þú segir "NIC" því ég skil ekki alveg hvernig er samkeppni þar?
T.d. þegar NIC notar registry og býður registrar aðilum (sem þurfa oftast að borga gjald) til að skrá lén. T.d. DENic sem býður reyndar líka að aðilar skrái beint en þá er miðað við kostnað. DENic er ríkisrekið ef ég man rétt og er algjörlega á kostnaðarbasis. Ég þekki reyndar ekki aðrar leiðir til að búa til samkeppnisumhverfi í þessum geira heldur en registry módel. mbk, -GSH