Sælir, On 7.11.2007, at 15:35, Marius Olafsson wrote:
Vegna niðurfellingar á kröfu um vörumerki erlendra rétthafa .is léna teljum við að skerpa þurfi á körfum ISNIC til upplýsinga um rétthafa léna og reyna þannig að koma í veg fyrir að áreiðanleiki lénaskráninga í rétthafaskrá ISNIC versni til muna.
Þessar breytingar hafa í raun ekki áhrif á aðra en erlenda rétthafa og umboðsmenn þeirra...
Það er bara ekki allskostar rétt, í þeim tillögum sem þú leggur til þá er ISNIC gefið vald til að breyta upplýsingum um hvern sem er ef fyrirtækinu þóknast.
"1.1.16. Upplýsingar í rétthafaskrá Rétthafi og tengiliðir bera ábyrgð á að réttar upplýsingar séu skráðar í rétthafaskrá ISNIC. ISNIC uppfærir nöfn íslenskra rétthafa og tengiliða samkvæmt þjóðskrá og fyrirtækjaskrá daglega. ISNIC áskilur sér rétt til að uppfæra heimilisföng hjá íslenskum rétthöfum og tengiliðum til samræmis við þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá í þeim tilfellum þegar gögn send í bréfapósti eru endursend til ISNIC."
Við þessa grein bætist
"ISNIC áskilur sér rétt til að fara fram á lagfæringu á skráningu léns ef upplýsingar um rétthafa eru augljóslega rangar. Verði tengiliður rétthafa ekki við slíkri beiðni áskilur ISNIC sér rétt til að loka viðkomandi léni"
Hér áskilur ISNIC sér rétt til þess að "lagfæra" skráningu ef hún er "augljóslega" röng, hver er skilgreiningin á "augljóslega röng"? Hér vantar líka miklu betri skilgreiningu á því hvaða upplýsingar um rétthafa ISNIC ætlar að nota til þess að loka lénum, eins og þetta er uppsett þá getur ISNIC lokað léni ef símanúmer er rangt að mati fyrirtækisins. Mér finnst að fyrirtæki eigi ekki að hafa svona opið skotleyfi á að breyta upplýsingum sem tengiliður léns eða sá sem skráði lénið vill hafa tengdar léninu, það er á ábyrgð þessara tengiliða að viðhalda þeim upplýsingum sem það skráir inn og á ekki að vera í valdi ISNIC að ritskoða þær skráningar sem viðskiptavinir þess hafa skráð inn. Ég er því mjög á móti þessari breytingu.
8. Brottfall léna
þarna bætist við
"8.7 Reynist upplýsingar um rétthafa léns augljóslega rangar getur ISNIC lokað léni viðkomandi. Hafi lén verið lokað í 60 daga hjá ISNIC er það afskráð og afmáð, réttur yfir léni fellur niður og lénið er laust til skráningar á ný.
Þessi klausa segir ekkert um erlendan rétthafa þannig að þetta hefur líka áhrif á íslenska rétthafa. Annars eiga sömu athugasemdir við þessa viðbót og ég setti við 1.1.16 viðbótina. Ég er því líka mjög á móti þessari breytingu.
Þessi grein verði
"1.1.9. Umboðsmaður Umboðsmaður er sá aðili sem kemur fram fyrir hönd erlends rétthafa og hefur gert sérstakan samning við ISNIC þar sem tilgreind eru réttindi og skyldur samningsaðila."
Þýðir þetta að þeir sem núna eru með umboðsmenn sem ekki eru "skráðir" hjá ISNIC muni missa lénin sín?
Við grein "2.3. Erlendir umsækjendur" bætist
"2.3.1 Einungis umboðsmenn sem gert hafa samning við ISNIC geta verið tengiliðir rétthafa léna sem skráð eru á erlenda rétthafa."
Þetta svarar reyndar síðustu spurningu sem ég lagði fram, ég er því algerlega á móti þessum tveim breytingum. /Óli