d) þegar skráð er lénið bókhlaða.is, þá býðst viðkomandi að fá lénið bokhlada.is skráð gegn 500 króna aukagjaldi við skráningu. Árgjald miðast við eitt lén. Ekki gefst öðrum tækifæri á því að skrá lénin bókhlada.is né bokhlaða.is.
Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Ég held að það verði nú að passa eitthvað upp á að ekki sé hægt að skrá hvað sem er. Mætti ég t.d. skrá kókakóla.is þó kokakola.is sé til? Ég held að þetta sé rétt ath. hjá málshefjanda að það þurfi að skoða þetta vel. Eru til viðmið erlendis frá?
Hver á að borga fyrir það? ISNic, en ég þekki ekki hvernig rekstur ISNic gengur, það er náttúrulega einfalt að meta kostnað og skoða síðan áhrifin á reksturinn. Kostnaðurinn er að sjálfsögðu endanlega greiddur af viðskiptavinum ISNic og enginn að biðja um að ISNic sé rekið með tapi.
Fyrir .is lén (miðað við núverandi gjaldskrá Isnic), er verið að borga 83.712- íslenskar krónur fyrir skráningu á léni og gjöld í 10 ár. Hægt er að fá .com netfang fyrir 85 dollara (6388 kr.) sem gildir í 10 ár, í dag (keypti eitt svoleiðs um daginn).
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Hvað kosta lén fyrir tvö ár? .dk lén kostar $216 .se lén kostar $67 .de lén kostar $209 .jp lén kostar $190 .co.uk lén kostar $59.95 .cc lén kostar $60 .cn lén kostar $94.95 .com lén kostar $49.95 .org lén kostar $35 .us lén kostar $39 ... .is lén kostar $1.138 eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic. Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum. mbk, -GSH