Bjarni, Þann 11. desember 2003, ritaði Bjarni Thor Gylfason eitthvað á þessa leið:
Að hafa grunnlén eins og þau eru skráð í dag, án séríslenskra stafa (bokhlada.is), og allt annað aliasa á viðkomandi lén, er það mikil og dýr útfærsla?
Ef það á að fara að tengja lén saman, já.
Legg því til að tillaga mín um að grunnskráning sé lén án séríslenskra stafa, og að allt umfram það sé alias. Og fyrir hvern alias greiðist eingreiðsla eða að hámarki 10% af árgjaldi grunn lénsins.
Það er alveg hægt að framkvæma það bókhaldslega séð að útfærslur með íslenskum stöfum séu rukkaðar ódýrar ef sami aðili á útgáfuna án ísl. stafa, lénunum yrði samt sem áður viðhaldið sem sérstökum einingum.
Mig undrar jafnframt, hversu lítil þáttaka hefur verið um þessi mál á þessum lista.
Það er ekkert nýtt...svo virðist sem flestum hérna finnist gaman að lesa en séu ekki mikið fyrir að skrifa... /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is