Helgi, mér finnst þessar breytingar hefðu átt að vera gengnar í gildi fyrir löngu. Það er fagnaðarefni að nú skuli loksins komið að því. Þetta er mitt persónulega álit. Mbk, Jóhann Gunnarsson Helgi Jonsson <hjons@isnic.is> To: domain@lists.isnic.is Sent by: cc: domain-admin@list Subject: [Domain] Tillögur um breytingar á reglum um s.isnic.is skráningu léna. 11.10.2001 14:02 11. október 2001 Leitað er eftir áliti netsamfélagsins á eftirfarandi tillögum um breytingar á reglum um skráningu léna og stjórnun á léninu .is frá 1. des 2000 Vinsamlega sendið athugasemdir/ábendingar, ef einhverjar eru, á listann. Með bestu kveðju, Helgi Jónsson framkvæmdastjóri ISNIC ---- Tillögur um breytingar á reglum: Skv. gildandi reglum: 1.1.3. Rétthafi Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi hefur ekki heimild til annarra breytinga á skráningu. Tillaga: 1.1.3. Rétthafi Rétthafi er sú lögpersóna sem skráð er fyrir léni hjá ISNIC. Eftir skráningu léns hjá ISNIC getur rétthafi léns farið fram á breytingu á stjórnunarlegum tengilið léns. Rétthafi getur einnig lagt lén niður eða framselt það til annars aðila. Rétthafi hefur ekki heimild til að gera aðrar breytingar á skráningu léns en þær sem tilgreinar hafa verið hér. -- Tillaga um nýja reglu (regla er ekki til í núverandi reglum): 1.1.16 Skilyrt uppsögn á léni Skilyrt uppsögn felur í sér beiðni um umskráningu til nýs aðila. Við uppsögn þarf kennitala nýs aðila að koma fram. Nýr aðili verður að sækja um lénið innan tveggja daga frá því að skilyrt uppsögn berst til ISNIC. Komi ekki umsókn um lénið innan tilskilins frests er uppsögn ógild og lén áfram skráð á fyrri aðila. -- Skv. gildandi reglum: 2.2.2. Innlendur umsækjandi getur skráð allt að 15 lén í sínu nafni. Umsækjandi getur ennfremur sótt um eitt aukalén með tilvísun í hvert þegar skrásett vörumerki hjá Einkaleyfastofu. Vörumerki skal vera orðmerki. Staðfesting á skrásetningu vörumerkis skal liggja fyrir þegar umsókn er send ISNIC. Engin takmörkun er á fjölda aukaléna sem skráð eru með þessum hætti. Tillaga: 2.2.2. Engin takmörk eru á fjölda léna sem innlendur umsækjandi getur skráð í sínu nafni. ------------------------------------------------------------------------------ Tillögur um breytingar á gjöldum (gjöld eru án vsk). Þjónustugjald ------------- Þjónustugjald verði kr. 10.000,- árlega í stað 50.000,- árlega. -- Kærugjald --------- Kærugjald verði í tvennu lagi. Í fyrsta lagi staðfestingargjald, kr. 60.000,- og í öðru lagi úrskurðargjald kr. 60.000,- Tillaga um breytingu er sett fram í kjölfar tillögu úrskurðarnefndar um málsmeðferð. -- Umsýslugjald ------------ Umsýslugjald verði formlega lagt niður. _______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain