gTLD eru lén eins og .com, .net og .org. Ég er ekki að tala um að menn reki sinn eigin HTTP server (skil ekki hvernig hægt var að lesa það út úr orðum mínum) heldur að menn opni síðu eða vef sem hefur eitthvað með lénið að gera. Þetta kemur ekki algjörlega í veg fyrir það að menn sanki að sér lénum en ætti að letja aðila með ekkert annað fyrir augum en skammtímagróða til að sanka að sér hundruðum léna, svipað og gerst hefur með ofangreind lén. Ég er í raun sammála Leifi um að orðalagið í þessari klausu er frekar tvírætt. Yfirleitt eru það ekki samkeppnisaðilar sem eru að skrá lén hægri vinstri heldur s.k. "cybersquatters". Held samt að tilgangurinn með þessu ákvæði sé að taka fyrir það að t.d. Vífilfell skrái pepsi.is eða Vinstri-grænir skrái xd.is. Sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég vil líka taka það fram að ég er fylgjandi algjöru frjálsræði í úthlutun léna svo lengi sem tilgangurinn með skráningu lénsins er að NOTA það og skráning þess stangast ekki á við vörumerkja- eða hefðarrétt. Ath. að vörumerkjaréttur myndast ekki eingöngu við skráningu vörumerkis hjá Einkaleyfastofu. Ég vil biðja Andmann um að prófa að senda sjálfum sér póst. Baldur. -----Original Message----- From: Leifur A. Haraldsson [mailto:lah@itn.is] Sent: 27. nóvember 2000 13:17 To: Baldur Kristjansson; domain@lists.isnet.is Subject: Re: Drög að nýjum reglum um skráningu og úthlutu n léna "Ég fagna því að reglurnar um gTLD hafa verið hertar þannig að það sé
lágmarkskrafa að menn opni a.m.k. eigin síðu á þeim lénum sem þeir skrá"
Sælir, Hvar kemur þetta fram í nýju drögunum? Það er búið að ræða þetta áður og bent á að þetta séu ekki góð rök þar sem vefsíða sé ekki aðalmarkmið með skráningu léna. Ekki gleyma pósttrafíkinni t.d. , enda ekki allir sem vilja setja upp vefsíðu. Enda sé ég engin rök fyrir því þar sem hver sem er getur þá bara skellt inn index skjal sem segir helstu upplýsingar um viðkomandi. kv. Leifur A. Haraldsson.