Ég var að velta fyrir mér, hvernig ætlar ISnet að bregðast við ruslpóstinum sem var að koma frá halo.is í vikunni? Þetta er klárt brot á notkunarskilmálum sem þeir hafa skrifað undir.
Almenna reglan á ISnet hefur hingað til verið að fara fram á lokun auglýstrar heimasíðu og lokun netfangs þess sem sent er frá, ef um fyrsta brot er að ræða. Ì þessu tilfelli var sæst á áberandi afsökunarbeiðni á uppgefinni heimasíðu í stað lokunar.
Hvernig væri að setja inn í skilmála ISNIC fyrir nýjum svæðisnöfnum að ef þjónusta hýst hjá viðkomandi svæðisnafni er sannanlega auglýst með óumbeðnum fjöldasendingum tölvupósts, þá verði svæðisnafnið tekið af viðkomandi aðila samstundis?
Það væri afskaplega misráðið af ISNIC að fara að skipta sér af nethegðun þeirra sem fá skráð lén undir .IS, það er hlutverk netþjónustuaðila að setja slíkar reglur. Það væri í raun andstætt anda þeirra skilmála sem ccTLD vinnur undir (RFC1591). Væru slíkar reglur í gildi hér á landi, væru lén allra stærri netþjónustuaðila horfin :-). -- Marius