Það er mitt álit, að krafan um postmaster@<lén> sé enn þá réttmæt. Það gerist stundum að aðrar leiðir eru ekki aðgengilegar, t.d. netföng í whois eða þau sem finnast á netinu virka alls ekki. Hef tekið eftir því að mörg fyrirtæki skilgreina oft í whois sérstakan starfsmann sem á að sjá um tengd mál en þau munu ekkert virka ef að starfsmaðurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið.
Í því tilviki er varla líklegt að postmaster virki?
Álit mitt er því að postmaster@<lén> er því miklu fýsilegra en "custom" netföng en þó er í lagi að blanda þessu saman og láta t.d. postmaster forwardast á þá sem sjá um póstinn. Auk þess er alltaf gott að hafa eitt netfang sem maður veit að virkar í staðinn fyrir að þurfa að fletta því sífellt upp. Bara til að bæta við umræðuna, þá finnst mér að fyrirtæki eigi ekkert að setja netföng starfsmanna beint í whois eða aðrar samskiptaleiðir, heldur láta föstu netföngin forwarda póstinum á viðkomandi starfsmann eða láta alltaf viðkomandi starfsmann fá lykilorðið fyrir póstboxið (sem að er alltaf breytt eftir að starfsmaður sem hefur aðgang að því hættir hjá fyrirtækinu). Starfsmenn myndu samt sem áður hafa sér netföng ef fólki langar að hafa samband við þá beint án afskipta vinnufélaganna.
Ekkert sem hindrar aðila í að birta postmaster sem tengiliða netfang.
Hægt væri að forðast að þurfa að setja MX færslu fyrir lén, ef það væri hægt að skilgreina í DNS færslu hver sér um jafngildi postmaster fyrir lénið ef netfangið er undir öðru léni. Sú aðferð myndi samt krefjast breytinga á núverandi staðli svo best ég veit, en ég efast um að þeir taki þetta inn bara sí svona.
Efast um að dns væri rétta leiðin. Whois er þarna einmitt til þess. -GSH