Eftirfarandi eru smávægilegar athugsamdir mínar (persónulega) við fyrirhugaðar breytingar á skráningarreglum ISNIC. Ég er sammála því sem komið hefur fram hjá öðrum að það er tímabært koma þessum málum á fastari grundvöll .. að mínu áliti er aðkoma stjórnvalda tímabær að eftirfarandi þáttum: 1. Verðlagningu .is léna. Ekki gengur að láta hrein arðsemissjónarmið eingöngu ráða verðlagningu á þjónustu sem eðli málsins vegna er verður einungis veitt af einum aðila. Verði svo áfram er borinn von um að .is lén lækki nokkurntíma í verði. 2. Viðhaldi skráningarregla. Meðan við vorum fáir og netið notað af tiltölulega litlum hóp virkaði kannske að ræða þessi mál óformlega á póstlistum, en ekki lengur. Setja þarf upp einhverskonar stýrihóp á vegum hagsmunaaðila/neytenda sem hefur endanlegt úrskurðarvald um hvernig skráningarreglum er breytt. Auðvitað er nauðsynlegt að innan slíks hóps séu fulltrúar allra hagsmunaaðila þ.m.t ISNIC. 3. Úrskurðarnefnd. Stjórnvöld þurfa að koma að því hvernig leyst er úr ágreiningsmálum vegna lénaskráningar. Koma þarf upp kerfi sem er gagnsætt og óháð ISNIC þangað sem menn sem deila um réttindi til léna geta snúið sér. Það getur ekki verið eðlilegt að úrskurðaraðili sé sami og skráningaraðili. Einstakar athugasemdir:
(a) Áhugi er á að fella niður kröfu um aðgengi að "zone-transfer" til handa ISNIC á .is lénum.
Ég mun að vísu sakna þess að geta ekki unnið tölulegar upplýsingar um vélafjölda undir .is (þar sem við eigum óslitin gögn frá 1990 þegar á Íslandi voru 14 nettengdar tölvur :-), en ISNIC getur varla lengur staðið í endalausum deilum við erlenda vistunaraðila, gegnum grandalausa rétthafa .is léna, um þessa kröfu.
(b) Kröfum um uppsetningu á MX færslum .is léna aflétt.
Sammála -- löngu tímabært.
(c) Hætta að krefja erlenda rétthafa um staðfestingu á vörumerkjaeign orðsins sem .is lénið byggir á.
Hér verða menn að gera sér grein fyrir afleiðingunum. -- .is lén hafa hingað til verið skráð þannig að ekki fer á milli mála hver rétthafi þeirra er. M.a. vegna þessa er mjög lítið um að hvers-kyns netmisnotkun sé vistuð undir .is lénum. Ef við gerum þetta verður auðvelt fyrir erlenda (og innlenda) aðila að fela með öllu rétthafa lénsins (hafa það bara einhverja vitleysu, merkt sem erlendur rétthafi), og þar með verða .is lén eftirsóttari til notkunar í hverskyns netsvindl aðgerðum, í skjóli þess að raunverulegur rétthafi er ekki skráður.
Erlendir rétthafar munu samt eftir sem áður þurfa að vera með íslenskan tengilið rétthafa.
Þeir velja bara einhverja íslenska kennitölu, en gefa eigið netfang þegar tengiliður er skráður.
4. Hætt verði að senda út tilkynningar um skráningu nýrra léna.
Tímabært... -- Marius