Sælir, Mig langaði bara að spyrja hvenær þessi dómur féll þar sem samkvæmt okkar gögnum er ekki búið að dæma ennþá, aðeins búið að setja lögbann á úthlutunina þar til niðurstaða fæst. Óli Þann 07. september 2000, ritaði Leifur A. Haraldsson eitthvað á þessa leið:
************** LAH-07092000 Það hafa fallið fleiri dómar en TM. Nýverið féll dómur í máli ekringla.is. En hann féll Eignarhaldsfélagi kringlunnar í vil. Þ.e. GMi ætlaði að vera með verslunarmiðstöð á netinu og skýra hana ekringla.is. Kringlan fékk það í gegn að það væri brot á vörumerkjarétti þar sem kringlan væri vörumerki þeirra en ekki almennt orð yfir verslunarmiðstöð. GMi er nú með plaza.is.
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnet.is