Kveldið aftur -*- Olafur Osvaldsson <oli@isnic.is> [ 2003-10-01 23:35 ]:
Þórhallur,
On Wed, 01 Oct 2003, Þórhallur Hálfdánarson wrote:
Þetta vekur hinsvegar upp aðra spurningu; er æskilegt að frysta úthlutanir á lénum sem byrja á xn- þangað til þetta hefur verið útfært og þar til yfirgangstíminn er liðinn, til að koma í veg fyrir "squatting" á þessum lénum? Strax í dag gæti einhver umkóðað vísir.is svo dæmi sé tekið og skrá xn-.... lén fyrir það.
Það er ekki hægt að skrá lén með tveimur samhliða bandstrikum þannig að enginn hefur möguleika á að skrá þessi lén í dag, eftir að þetta yrði tekið í notkun þá yrði þessi regla áfram og aðeins okkar kerfi gæti sett inn lén með því að þýða þau.
Ok... gat ekki (og get ekki enn) séð það í reglunum og man ekki eftir því úr neinum RFC, en það segir svosem ekki mikið. Er varla bannað í DNS heiminum þar sem þið hyggist skrá slík lén. .dk leyfa slíka skráningu, t.d. (VARÚÐ! BANNAÐ UNDIR 18!) er 0--0.dk skráð. En, endilega útskýrðu afhverju það er ekki boðið uppá að skrá lén með "--" ef það er rétt hjá mér að hvorki reglurnar né RFCar taki fyrir skráningnu á lénum með þeim streng.
Einnig þyrfti að taka þetta til athuganar í tæknilegri útfærslu -- að ef þjóðarlén.is er skráð í ykkar gagnagrunn sé xn--jarln-esa9bxa1h.is ekki "laust" (þ.e. finnist ekki í whois). Whois gagnagrunnurinn þyrfti sumsé að þekkja báðar uppflettingar.
Jamm, við yrðum með báðar útgáfur í gagnagrunninum, önnur yrði aðeins sýnd í rétthafaskrá og "xn--" útgáfan er svo sett í IS zone og sýnd í sérrreit í uppflettingu í rétthafaskrá.
Þetta er allavega það sem við erum með í kollinum varðandi framkvæmd á þessu í dag en erum opin fyrir öllum hugmyndum.
Besta mál. -- Kveðja, Tolli tolli@tol.li