Sæl, Langaði að athuga viðbrögð og fá fram umræðu um það hvort menn telji að sú krafa um að lén undir .is þurfi að taka á móti póst fyrir postmaster sé enn réttmæt? Í dag geta menn verið að skrá lén í allt öðrum tilgangi heldur en að taka á móti pósti á því léni, hvað þá postmaster frekar en öðrum netföngum. Í dag eru menn almennt (?) að leita uppi tengiliði eftir öðrum leiðum heldur en að senda póst blint á postmaster@<lén>, hægt er að notast við tengiliði sem eru skráðir í whois fyrir lénið, vegna ip talna póstþjóna eða á öðrum listum/vefum á netinu. Mér finnst það frekar dapurt að þurfa að skilgreina MX færslur fyrir lén og síðan hafna öllum pósti sem kemur inn nema það sem kemur á postmaster. Það væri líka mun skilvirkara að setja inn SPF færslur sem tilgreina að það eigi enginn póstur að koma frá þessi léni (ég ætla ekki að vekja upp umræður um spf, csv eða annað marid tengt). Eitthvað sem mælir á móti því að sleppa þessarri kröfu í dag? mbk, -GSH