Bjarni og Kristofer. Fram að 1. desember 2000 voru reglur á þann veg að hver aðili gat skráð eins mörg lén og hann vildi ef vísað var til vörumerkis. Þannig voru í raun engin takmörk á fjölda léna sem hver aðili gat skráð. Hins vegar var kostnaður töluverður þar eð skrá þurfti vörumerki fyrir hvert lén. Við breytingu á reglum 1. des 2000 var þessu breytt þannig að hver aðili gat skráð 15 lén án tilvísunar til vörumerkis. Staðreyndin er að ekki hefur orðið vart við fjöldasöfnun á lénum það tæpa ár sem liðið er frá rýmkun fjölda léna. Nokkur stór fyrirtæki hafa hins vegar fullnýtt 15 léna markið. Þetta eru fyrirtæki sem veita fjölbreytta þjónustu. Markmið þeirra með skráningu léna er m.a. að koma í veg fyrir að hugsanlegir "cybersquatters" skrái lén með þeirra þjónustunöfnum. Með hliðsjón af fenginni reynslu og þörf markaðarins var því ákveðið að aflétta fjöldatakmörkun. Eflaust mætti hugsa sér aðrar leiðir. Þær hefðu þó fyrr eða síðar leitt af sér flóknara regluverk og plásta. Helgi Eftir síðustu breytingu á reglum (1. des 2000) gat hver aðili skráð 15 lén í sínu hafni. On Wed, Oct 17, 2001 at 02:33:21PM +0000, Bjarni R. Einarsson wrote:
Þann 2001-10-17, 12:56:20 (+0000) skrifaði Kristofer Sigurdsson:
Hæ krakkar,
Þetta er allt gott og blessað, en ég velti því fyrir mér, hvort fólk fari ekki að kaupa fullt af drasllénum, undir IRC hosts, og alls konar vitleysu...og svo...er það endilega slæmt? Ég er ekki viss...
Þetta mun trúlega ekki gerast á meðan verðið á lénum er svona hátt, en það verður þá að halda því svona háu.
Ég mótmæli þeirri hugmynd að einungis ríkt fólk eða fyrirtæki eigi að fá að gera heimskulega hluti. Ef hindra á að menn geri heimskulega hluti þá á að gera það með skýrum reglum, ekki gjaldskrá.
Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Ég er ekki sannfærður um að það sé breyting til batnaðar.
Það væri gaman að heyra ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu...?
-- Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89 bre@klaki.net -><- http://bre.klaki.net/
Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/ _______________________________________________ Domain mailing list Domain@lists.isnic.is http://lists.isnic.is/mailman/listinfo/domain
-- Helgi Jonsson, framkvæmdastjóri (director) hjons@isnic.is Internet Iceland - ISNIC Taeknigardur phone +354-525-4950 Dunhagi 5 fax +354-561-0999 IS-107 Reykjavik Iceland homepage www.isnic.is