Þórhallur, Mig langar bara til að benda á hvað olli því að við ákváðum að láta þá sem eru óskráðir við umsókn um lén _líka_ staðfesta tölvupóstfangið eins og þeir gera sem skrá sig sjálfir. Við höfum fengið mikið af kvörtunum vegna þess að verið er að skrá tengiliði með rangt tölvupóstfang og er handhafi þess póstfangs sem notað er ekki par hrifinn af því að það sé skráð fyrir einhverjum aðgangi sem hann tengist ekki, þetta orsakast bæði af því að sumar umsóknir eru illlæsilegar og því ekki alltaf auðvelt að sjá hvað á þeim stendur og eins hefur borið á því að gefin séu hreinlega upp vitlaus tölvupóstföng á umsókninni. Þetta er því mjög eðlilegur liður í því að koma umsóknum alfarið á netið enda mun þá enginn geta skráð lén nema vera þegar skráður tengiliður hjá ISNIC. /Óli Þann 03. apríl 2003, ritaði Þórhallur Hálfdánarson eitthvað á þessa leið:
Mig langaði að forvitnast um hvort listamönnum þyki þetta ekki aðeins of mikið maus -- að hver sá sem sækir um lén þurfi nú að fara að "virkja aðganginn sinn", sem hann á í flestum tilfellum ekkert eftir að nota næsta árið. Það sem netþjónustuaðilarnir hafa verið að reyna að gera er að auðvelda þeim sem eru að sækja um lén ferlið -- að þeir tali við einn aðila sem græjar þetta (samanber að greiðandi sé netþjónustan). Þessi breyting er að mínu mati algjörlega á skjön við það.
Persónulega sé ég ekki vandamál við að nota einhvern random password generator og að það lykilorð sé sent til tengiliðarins.
Hvað finnst ykkur?
-- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is