Guðbjörn, Þann 03. desember 2003, ritaði Guðbjörn S. Hreinsson eitthvað á þessa leið:
Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Þannig að þeir úthluta ekki öllum án takmarkanna og eru með álíka fjölda af lénum og við.
Hvað kosta lén fyrir tvö ár?
.dk lén kostar $216 .se lén kostar $67 .de lén kostar $209 .jp lén kostar $190 .co.uk lén kostar $59.95 .cc lén kostar $60 .cn lén kostar $94.95 .com lén kostar $49.95 .org lén kostar $35 .us lén kostar $39 ... .is lén kostar $1.138
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Ég veit ekki hvernig þú færð þessa tölu út, samkvæmt gjaldskrá ISNIC er kostnaður við skráningu léns og eitt ár að auki, s.s. 2 ár 20.368 kr. sem gerir u.þ.b. $275 miðað við að dollarinn sé 74 kr. nema ég sé búinn að gleyma hvernig eigi að nota þessa reiknivél :-)
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Mér finnst áhugavert hvernig þú notar þetta orð "NIC" og verð að forvitnast um hvað þú ert að tala um þegar þú segir "NIC" því ég skil ekki alveg hvernig er samkeppni þar? /Óli -- Ólafur Osvaldsson Kerfisstjóri Internet á Íslandi hf. Sími: 525-5291 Email: oli@isnic.is