Á ISNIC þá að taka frá allar mögulegar útgáfur léna með og án íslenskra stafa eins lengi og ein útgáfan er skráð? Ég held að það verði nú að passa eitthvað upp á að ekki sé hægt að skrá hvað sem er. Mætti ég t.d. skrá kókakóla.is þó kokakola.is sé til?
Ef þú átt sjálfur kokakola.is getur enginn skráð kókakóla.is nema þú fyrstu sex mánuðina (eins og tillagan liggur fyrir nú).
Eru til viðmið erlendis frá?
Þeir sem þegar eru byrjaðir þessum úthlutun eða í startholum (.pl,.de,.no eru allir með hreina "fyrstur-kemur-fyrstur-fær" stefnu og taka ekkert frá. Sjá til dæmis rökstuðning .no á http://www.norid.no/regelverk/forslag/idn-2003/index.en.html
Það gengur ekki að miða við gTLD, skoðaðu frekar þau ccTLD sem eru ekki að reyna að vera gTLD og eru með svipað módel og ISNIC. Hvernig svipuð módel? Verðmódel, umsvif, fjölda skráninga, sama módel varðandi afgreiðslu á lénum, t.d. hver er NIC versus registry versus hýsingaraðili etc. etc.?
Það eru í tvær tegundir léna almenn (gTLD) og þjóðarlén (ccTLD) -- þau geta síðan verið bæði opin (þ.e allir geta skráð lén) og lokuð (skáning háð skilyrðum um tengud starfsem eða þjóðerni), síðan er einnig spurning um hvort lénið noti "registrar" kerfi eða ekki og hvort það er "thick" eða "thin" (þ.e hvar WHOIS upplýsingar eru geymdar). Til að bera saman verðlagningu þarf að bera saman lén af svipaðri tegund. Allavega er út í hött að bera saman opin og lokuð lén og gTLD og ccTLD.
Hvað kosta lén fyrir tvö ár? Þú meinar væntanlega 10 ár?
.dk lén kostar $216 ~300þús lén 30 sinnum .is .se lén kostar $67 ~100þús lén 10 sinnum .is .de lén kostar $209 ~4M lén 400 sinnum .is
osfrv.
.is lén kostar $1.138
eða 5.3 sinnum dýrara en dýrasta lénið (.dk) sem er rekið eftir svipuðum formerkjum og ISNic.
Mörg þessara léna eru rekinn eftir registry/registrar módeli og í flestum tilfellum þarf einnig að greiða fast registrar-gjald (eins konar leyfisgjald) til að fá að skrá lén. Tekurðu það einnig með í reikninginn?
Það sem er helst áberandi er að ódýru ccTLD eru þau sem hafa samkeppni í NIC hlutanum.
Hmm.. ekki skil ég þennan part -- ertu að meina þau sem ekki leyfa notendum að skrá beint, heldur gegnum svk. "registrar" séu yfirleitt ódýrari? -- Marius