Það er hinsvegar alvarlegra mál að með þessu breytingum er ISNIC að galopna kerfið þ.a. mjög fátt hindri "cybersquatting" (sem er þegar aðilar kaupa upp mikinn fjölda svæðisnafna til þess eins að geta okrað síðar meir á þeim sem telja sig þurfa á nöfnunum að halda).
Hugsanlegt, ég tel reyndar að þessi csq vitleysa sé að mestu liðinn hjá. Þetta var aðalega stundað hjá þeim sem skráðu lén (án uppsetningarkröfu) og sendu síðan reikninga eftir á. Menn skráðu þá helling af lénum en greiddu TLD einungis fyrir þau sem þeim sjálfum tókst að selja á uppsrengdu verði og hirtu mismuninn. Skv núverandi reglum ISNIC þarf bæði að setja lénin upp og greiða þau fyrirfram svo ég held einfaldlega að þetta muni ekki koma upp. Núverandi reglur íþyngja þeim sem telja sig hafa lögmæta þörf fyrir fleiri en 15 lén á sömu kennitölu. -- Marius