Sælir Ólafur og allir hinir: Ólafur reit:
Ég spyr þig sömu spurningar og ég spurði Baldur, hvernig væri best staðið að því að vernda vörumerkjarétt? .... Hingað til hafa fyrirtæki ekki þorað að leita réttar síns fyrir dómstólum hér heima vegna óskýrra laga á þessum vetvangi.
Nú er ég ekki lögfræðingur og þekki lítið íslenska réttarsögu. Þó á ég bágt með að trúa því að ekki hafi komið upp vörumerkjamál fyrir íslenskum dómstólum og að íslenskt réttarkerfi hafi ekki varið eignarréttinn í slíkum tilfellum. Hér á ég við vörumerkjavernd almennt sem hlýtur að ná jafnt yfir nétlén og aðra þætti s.s. að nota skráð merki á vöru án heimildar. Ég bendi á að í tíðindablaði Einkaleyfastofu eru í hverjum mánuði fjöldi tilkynninga um skráningar alþjóðlegra vörumerkja hér á landi. Varla eru menn að skrá þetta að þarfleysu. Vörumerkjavernd .is léna hlýtur að sjálfsögðu ná til skráðra vörumerkja hjá Einkaleyfastofu, hvort sem þau eru erlend eða innlend.
Annað mál tel ég rétt að komist í umræðuna:
Eftir að hafa komist í meirihlutaeigu Íslandssíma er Intís í mjög vondri aðstöðu sem 1) úthlutunaraðili léna 2) löggjafi í gerð úthlutunarreglna
Löggjafi? Við setjum ekki reglurnar einir, þær eru settar á grundvelli umræðna eins og eru hér í gangi.
Það er virðingarvert af hálfu Intís að halda úti umræðum sem þessum. Fyrir það ber að þakka. Eftir sem áður skilst mér (leiðréttið mig endilega ef rangt er) að hið endanlega vald sé alfarið hjá Intís.
3) beinn keppinautur umsækjenda léna.
Myndirðu útskýra fyrir mér hvað þetta þýðir, hvernig erum við beinn keppinautur umsækjenda léna?>
Hér á ég við móðurfyrirtæki og meirihlutaeiganda Intís, Íslandssíma. Íslandssími er m.a. Internetþjónusta og hagsmunaaðili varðandi rekstur þekkra vefja, s.s. strik.is. Íslandssími er beinn keppinautur Landssíma Íslands og Tals/Islandiu auk þess að keppa við starfandi Internetþjónustur. Sem eigendur striks.is eru þeir keppinautar Veftorgs. Enn og aftur vil ég ítreka að ég er ekki að saka Íslandssíma um að hafa misnotað aðstöðu sína sem eigandi Intís. Viðskiptasiðferði Íslandssíma og Intís hefur að þvi er ég best veit verið með ágætum, en það verður ekki sagt um öll fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Samt eru öll tengsl hagsmuna og valds eru óæskileg, líka í þessu tilfelli. Með kveðju, Bjarki Már Karlsson bjarki@islensk.is